Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Tveggja Michelin staður hættir með samsetta matseðla | Daniel Clifford; „Minn tími sem einræðisherra er á enda“

Birting:

þann

Midsummer House - Daniel Clifford

Daniel Clifford

Tveggja Michelin veitingastaðurinn Midsummer House sem er í eigu stjörnukokksins Daniel Clifford hættir með samsetta matseðla en staðurinn hefur boðið á slíkt fyrirkomulag í 7 ár. Midsummer House fagnar 20 ára afmæli sínu í ár.

Breytingin hefst í apríl næstkomandi og verður þá boðið upp á sérréttamatseðil eða betur þekkt sem à la carte.

Midsummer House - Daniel Clifford

Midsummer House - Daniel Clifford

„Ég trúi því að viðskiptavinir vilji hafa meiri valmöguleika. Þegar ég fer út að borða þá vil ég fá að ráða því hvað ég fæ að borða,“

sagði Daniel Clifford í samtali við tímaritið Caterer.

Midsummer House - Daniel Clifford

Midsummer House - Daniel Clifford

Að breyta yfir í à la carte segir Daniel að það gefur matreiðslumönnum betri möguleika á að læra iðn sína en ekki starfa sem „vélmenni“ í eldhúsinu.

Daniel bætir við að með þessum breytingum mun vinnutími matreiðslumannsins lagast til hins betra, t.a.m. þá hefst þjónustan kl 18:30 á laugardagskvöldi og eftirréttir eru að fara út klukkan 01:00 og gestir t.a.m ekki búnir að borða fyrr en kl. 02:00.

„Minn tími sem einræðisherra er á enda,“

sagði Daniel hress að lokum.

Myndir: midsummerhouse.co.uk

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið