Smári Valtýr Sæbjörnsson
Tveggja Michelin staður hættir með samsetta matseðla | Daniel Clifford; „Minn tími sem einræðisherra er á enda“

Daniel Clifford
Tveggja Michelin veitingastaðurinn Midsummer House sem er í eigu stjörnukokksins Daniel Clifford hættir með samsetta matseðla en staðurinn hefur boðið á slíkt fyrirkomulag í 7 ár. Midsummer House fagnar 20 ára afmæli sínu í ár.
Breytingin hefst í apríl næstkomandi og verður þá boðið upp á sérréttamatseðil eða betur þekkt sem à la carte.


„Ég trúi því að viðskiptavinir vilji hafa meiri valmöguleika. Þegar ég fer út að borða þá vil ég fá að ráða því hvað ég fæ að borða,“
sagði Daniel Clifford í samtali við tímaritið Caterer.


Að breyta yfir í à la carte segir Daniel að það gefur matreiðslumönnum betri möguleika á að læra iðn sína en ekki starfa sem „vélmenni“ í eldhúsinu.
Daniel bætir við að með þessum breytingum mun vinnutími matreiðslumannsins lagast til hins betra, t.a.m. þá hefst þjónustan kl 18:30 á laugardagskvöldi og eftirréttir eru að fara út klukkan 01:00 og gestir t.a.m ekki búnir að borða fyrr en kl. 02:00.
„Minn tími sem einræðisherra er á enda,“
sagði Daniel hress að lokum.
Myndir: midsummerhouse.co.uk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið7 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn











