Smári Valtýr Sæbjörnsson
Tveggja Michelin staður hættir með samsetta matseðla | Daniel Clifford; „Minn tími sem einræðisherra er á enda“
Tveggja Michelin veitingastaðurinn Midsummer House sem er í eigu stjörnukokksins Daniel Clifford hættir með samsetta matseðla en staðurinn hefur boðið á slíkt fyrirkomulag í 7 ár. Midsummer House fagnar 20 ára afmæli sínu í ár.
Breytingin hefst í apríl næstkomandi og verður þá boðið upp á sérréttamatseðil eða betur þekkt sem à la carte.
„Ég trúi því að viðskiptavinir vilji hafa meiri valmöguleika. Þegar ég fer út að borða þá vil ég fá að ráða því hvað ég fæ að borða,“
sagði Daniel Clifford í samtali við tímaritið Caterer.
Að breyta yfir í à la carte segir Daniel að það gefur matreiðslumönnum betri möguleika á að læra iðn sína en ekki starfa sem „vélmenni“ í eldhúsinu.
Daniel bætir við að með þessum breytingum mun vinnutími matreiðslumannsins lagast til hins betra, t.a.m. þá hefst þjónustan kl 18:30 á laugardagskvöldi og eftirréttir eru að fara út klukkan 01:00 og gestir t.a.m ekki búnir að borða fyrr en kl. 02:00.
„Minn tími sem einræðisherra er á enda,“
sagði Daniel hress að lokum.
Myndir: midsummerhouse.co.uk
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi