Smári Valtýr Sæbjörnsson
Tveggja Michelin staður hættir með samsetta matseðla | Daniel Clifford; „Minn tími sem einræðisherra er á enda“

Daniel Clifford
Tveggja Michelin veitingastaðurinn Midsummer House sem er í eigu stjörnukokksins Daniel Clifford hættir með samsetta matseðla en staðurinn hefur boðið á slíkt fyrirkomulag í 7 ár. Midsummer House fagnar 20 ára afmæli sínu í ár.
Breytingin hefst í apríl næstkomandi og verður þá boðið upp á sérréttamatseðil eða betur þekkt sem à la carte.
„Ég trúi því að viðskiptavinir vilji hafa meiri valmöguleika. Þegar ég fer út að borða þá vil ég fá að ráða því hvað ég fæ að borða,“
sagði Daniel Clifford í samtali við tímaritið Caterer.
Að breyta yfir í à la carte segir Daniel að það gefur matreiðslumönnum betri möguleika á að læra iðn sína en ekki starfa sem „vélmenni“ í eldhúsinu.
Daniel bætir við að með þessum breytingum mun vinnutími matreiðslumannsins lagast til hins betra, t.a.m. þá hefst þjónustan kl 18:30 á laugardagskvöldi og eftirréttir eru að fara út klukkan 01:00 og gestir t.a.m ekki búnir að borða fyrr en kl. 02:00.
„Minn tími sem einræðisherra er á enda,“
sagði Daniel hress að lokum.
Myndir: midsummerhouse.co.uk

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar