Smári Valtýr Sæbjörnsson
Tvær víntegundir innkallaðar vegna framleiðslugalla
Tvær tegundir frá suður-afríska vínframleiðandanum Distell hafa verið innkallaðar tímabundið af markaði. Um er að ræða vínin Fleur du Cap Chardonnay með framleiðslunúmer LB130I14 og LB127H14 og Drostdy Hof Chardonnay með framleiðslunúmer LB125H14 og LB108L14. Framleiðslunúmer má sjá á gráum borða á miða á bakhlið flöskunnar, að því er fram kemur á visir.is.
Innköllunin er gerð að beiðni Distell en við hefðbundið gæðaeftirlit fundust örsmáar gleragnir í flösku. Var framleiðslugallinn einangraður við lítinn hluta átöppunar við tiltekna átöppunarlínu. Samkvæmt upplýsingum frá Distell er það niðurstaða sérfræðinga að agnirnar séu hættulausar og um sé að ræða 0,01% af þeim átöppunum sem við á. Engu að síður hefur verið tekin ákvörðun um að gæta fyllstu varúðar og innkalla allar flöskur með fyrrnefnd framleiðslunúmer.
Á vef visir.is segir að þeir neytendur sem hafa keypt flöskur af þessum vínum með fyrrnefnd framleiðslunúmer eru beðnir um að hafa samband við Globus, umboðsaðila Distell á Íslandi, Skútuvogi 1F, sími 522 2500.
Mynd: úr safni
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt