Smári Valtýr Sæbjörnsson
Tvær víntegundir innkallaðar vegna framleiðslugalla
Tvær tegundir frá suður-afríska vínframleiðandanum Distell hafa verið innkallaðar tímabundið af markaði. Um er að ræða vínin Fleur du Cap Chardonnay með framleiðslunúmer LB130I14 og LB127H14 og Drostdy Hof Chardonnay með framleiðslunúmer LB125H14 og LB108L14. Framleiðslunúmer má sjá á gráum borða á miða á bakhlið flöskunnar, að því er fram kemur á visir.is.
Innköllunin er gerð að beiðni Distell en við hefðbundið gæðaeftirlit fundust örsmáar gleragnir í flösku. Var framleiðslugallinn einangraður við lítinn hluta átöppunar við tiltekna átöppunarlínu. Samkvæmt upplýsingum frá Distell er það niðurstaða sérfræðinga að agnirnar séu hættulausar og um sé að ræða 0,01% af þeim átöppunum sem við á. Engu að síður hefur verið tekin ákvörðun um að gæta fyllstu varúðar og innkalla allar flöskur með fyrrnefnd framleiðslunúmer.
Á vef visir.is segir að þeir neytendur sem hafa keypt flöskur af þessum vínum með fyrrnefnd framleiðslunúmer eru beðnir um að hafa samband við Globus, umboðsaðila Distell á Íslandi, Skútuvogi 1F, sími 522 2500.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






