Vertu memm

Markaðurinn

Tvær Michter´s uppskriftir

Birting:

þann

Vatnsmelónu kokteill

Vatnsmelónu kokteillinn

Michter´s viskíhúsið sem staðsett er í Kentucky í Bandaríkjunum er eitt af mest vaxandi vörumerkjum í heimi.  Pam Heilmann er „Master Distiller“ hjá Michter´s en hún er ein af þeim allra bestu í bransanum í Bandaríkjunum.  Fyrir rúmlega tveimur árum síðan undirritaði Michter´s samstarfssamning við Rolf Johansen & co, sem býður nú upp á 5 tegundir af þessu gæðavískí .

Nú nýverið fékk tímaritið Drinks International fagmenn út um allan heim til að velja „The world most admired whiskies 2021“.

Þetta sögðu fagmennirnir um Michter´s viskíið:

Michter´s viskí

Michter´s viskíið varð í 4. sæti af 100 á þeim lista, en heildarlistann má sjá hér (Stærð: 8.5 mb).

Með fylgja tvær Michter´s kokteilauppskriftir:

Fyrri er melónukokteill sem er ekki alltof algengur:

Melónukokteill

4,5 cl Michter’s US*1 (Amerískt viskí)
6 cl sítrónasafi
1 cl vatnsmelónusafi

Hristið allt varlega saman og skellið í hentugt glas ásamt klaka og skreytið með fallega skorinni melónu og voila.

Hina uppskriftina þekkja margir vel:

The Mint Julep

2cl Michter’s US*1 Bourbon

slatti af klaka

1 teskeið sykur síróp

handfylli af mintulaufum

skreytt með mintugreinum

Hrista, hellt í fallegt glas og njóta.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið