Markaðurinn
Tvær Michter´s uppskriftir
Michter´s viskíhúsið sem staðsett er í Kentucky í Bandaríkjunum er eitt af mest vaxandi vörumerkjum í heimi. Pam Heilmann er „Master Distiller“ hjá Michter´s en hún er ein af þeim allra bestu í bransanum í Bandaríkjunum. Fyrir rúmlega tveimur árum síðan undirritaði Michter´s samstarfssamning við Rolf Johansen & co, sem býður nú upp á 5 tegundir af þessu gæðavískí .
Nú nýverið fékk tímaritið Drinks International fagmenn út um allan heim til að velja „The world most admired whiskies 2021“.
Þetta sögðu fagmennirnir um Michter´s viskíið:
Michter´s viskíið varð í 4. sæti af 100 á þeim lista, en heildarlistann má sjá hér (Stærð: 8.5 mb).
Með fylgja tvær Michter´s kokteilauppskriftir:
Fyrri er melónukokteill sem er ekki alltof algengur:
Melónukokteill
4,5 cl Michter’s US*1 (Amerískt viskí)
6 cl sítrónasafi
1 cl vatnsmelónusafi
Hristið allt varlega saman og skellið í hentugt glas ásamt klaka og skreytið með fallega skorinni melónu og voila.
Hina uppskriftina þekkja margir vel:
The Mint Julep
2cl Michter’s US*1 Bourbon
slatti af klaka
1 teskeið sykur síróp
handfylli af mintulaufum
skreytt með mintugreinum
Hrista, hellt í fallegt glas og njóta.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?