Vertu memm

Freisting

Tvær íslenskar matreiðslubækur sigurvegarar í París

Birting:

þann

11. febrúar síðastliðin veitti Gourmand akademían verðlaun fyrir bestu uppskriftabækururnar sem valdar voru úr gríðarlegum fjölda og urðu tvær íslenskar bækur fyrir valinu. Önnur verðlaun í flokki fiskiuppskriftabóka fékk Spriklandi lax í boði veiðikokka og í flokki franskra matreiðslubóka fékk bókin Sælkeragöngur um París – og 60 uppskriftir að hamingjunni á Parísarvísu þriðju verðlaun.  Það er Bókaútgáfan Salka sem gefur þær út.

Heimsfrægir matreiðslumenn tóku þátt í keppninni, og meðal verðlaunahafa voru Jamie Oliver, Alain Ducasse og Michel Troisgros.

Árið 2007 fékk bókin Delicious Iceland, sem SALKA gaf út sérstök heiðursverðlaun eftir að hafa fengið tilnefningu í þremur flokkum; bestu ljósmyndir í matreiðslubók, bestu uppskriftir og besta sögulega uppskriftabókin.

Spriklandi lax í boði veiðikokka
Lesa nánar um bókina hér

Þar segja kokkar nokkurra veiðihúsa frá hinu sérstaka lífi á árbakkanum og deila með lesendum sínum bestu laxauppskriftum. Bæði er um að ræða einfalda ferska rétti og ofurlítið flóknari þar sem notaðar eru nýstárlegar kryddjurtir og aðferðir. Lárus Karl Ingason á heiðurinn af ljósmyndunum en Bjarni Brynjólfsson og Loftur Atli Eiríksson sáum um textagerð. Bókin er 126 bls., skreytt glæsilegum litmyndum.

Sælkeragöngur um París – og 60 uppskriftir að hamingjunni á Parísarvísu
Sjá nánar um bókina hér

Bókin er eftir mæðgurnar Sigríði Gunnarsdóttur og Silju Sallé. Sigríður hefur búið öll sín fullorðinsár í Frakklandi, í bókinni leiðir hún lesendur um hverfi Parísarborgar sem eru tuttugu talsins. Hún lýsir hverju hverfi fyrir sig, íbúum þess, lífi og sögu. Í lok hvers kafla eru síðan dásemdaruppskriftir að forrétti, aðalrétti og eftirrétti að hætti hverfisins og Parísarbúa. Bókin er skreytt glæsilegum myndum Silju af réttunum og mannlífi borgarinnar.

Heimasíða Sölku forlag: www.salkaforlag.is

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið