Freisting
Tvær íslenskar matreiðslubækur sigurvegarar í París
11. febrúar síðastliðin veitti Gourmand akademían verðlaun fyrir bestu uppskriftabækururnar sem valdar voru úr gríðarlegum fjölda og urðu tvær íslenskar bækur fyrir valinu. Önnur verðlaun í flokki fiskiuppskriftabóka fékk Spriklandi lax í boði veiðikokka og í flokki franskra matreiðslubóka fékk bókin Sælkeragöngur um París og 60 uppskriftir að hamingjunni á Parísarvísu þriðju verðlaun. Það er Bókaútgáfan Salka sem gefur þær út.
Heimsfrægir matreiðslumenn tóku þátt í keppninni, og meðal verðlaunahafa voru Jamie Oliver, Alain Ducasse og Michel Troisgros.
Árið 2007 fékk bókin Delicious Iceland, sem SALKA gaf út sérstök heiðursverðlaun eftir að hafa fengið tilnefningu í þremur flokkum; bestu ljósmyndir í matreiðslubók, bestu uppskriftir og besta sögulega uppskriftabókin.
Spriklandi lax í boði veiðikokka
Lesa nánar um bókina hér
Þar segja kokkar nokkurra veiðihúsa frá hinu sérstaka lífi á árbakkanum og deila með lesendum sínum bestu laxauppskriftum. Bæði er um að ræða einfalda ferska rétti og ofurlítið flóknari þar sem notaðar eru nýstárlegar kryddjurtir og aðferðir. Lárus Karl Ingason á heiðurinn af ljósmyndunum en Bjarni Brynjólfsson og Loftur Atli Eiríksson sáum um textagerð. Bókin er 126 bls., skreytt glæsilegum litmyndum.
Sælkeragöngur um París – og 60 uppskriftir að hamingjunni á Parísarvísu
Sjá nánar um bókina hér
Bókin er eftir mæðgurnar Sigríði Gunnarsdóttur og Silju Sallé. Sigríður hefur búið öll sín fullorðinsár í Frakklandi, í bókinni leiðir hún lesendur um hverfi Parísarborgar sem eru tuttugu talsins. Hún lýsir hverju hverfi fyrir sig, íbúum þess, lífi og sögu. Í lok hvers kafla eru síðan dásemdaruppskriftir að forrétti, aðalrétti og eftirrétti að hætti hverfisins og Parísarbúa. Bókin er skreytt glæsilegum myndum Silju af réttunum og mannlífi borgarinnar.
Heimasíða Sölku forlag: www.salkaforlag.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?