Vertu memm

Freisting

Topppizzur hafa verið opnaðar á toppi Toppsins

Birting:

þann

Hólmgeir Austfjörð og Karl Helgason
 

Á föstudaginn var nýr veitingastaður opnaður á efri hæð Toppsins í Vestmannaeyjum. Heitir staðurinn Topppizzur og rekstraraðilar eru Karl Helgason veitingamaður í Toppnum og Hólmgeir Austfjörð.

“Ég kom og talaði við Kalla, mig langaði að koma í land og vantaði vinnu,” útskýrði Hólmgeir, aðspurður um hvernig það kom til að þeir hófu samstarf. “Þetta voru einhverjir draumórar en smám saman fæddist þessi hugmynd og eftir að við fórum af stað gerðust hlutirnir hratt.”

Salurinn tekur ríflega þrjátíu manns í sæti og segja þeir að viðbrögðin við pizzunum hafi farið fram úr björtustu vonum. “Til dæmis fengum við eigendur Greifans hingað inn til okkar og þeir gáfu okkur hæstu einkunn sem er ekki slæmt, enda einar bestu pizzur á Íslandi fáanlegar á Greifanum.”

Greint frá á eyjafrettir.is
Mynd: Fréttir Vestmannaeyjum

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið