Freisting
Topppizzur hafa verið opnaðar á toppi Toppsins
Á föstudaginn var nýr veitingastaður opnaður á efri hæð Toppsins í Vestmannaeyjum. Heitir staðurinn Topppizzur og rekstraraðilar eru Karl Helgason veitingamaður í Toppnum og Hólmgeir Austfjörð.
Ég kom og talaði við Kalla, mig langaði að koma í land og vantaði vinnu, útskýrði Hólmgeir, aðspurður um hvernig það kom til að þeir hófu samstarf. Þetta voru einhverjir draumórar en smám saman fæddist þessi hugmynd og eftir að við fórum af stað gerðust hlutirnir hratt.
Salurinn tekur ríflega þrjátíu manns í sæti og segja þeir að viðbrögðin við pizzunum hafi farið fram úr björtustu vonum. Til dæmis fengum við eigendur Greifans hingað inn til okkar og þeir gáfu okkur hæstu einkunn sem er ekki slæmt, enda einar bestu pizzur á Íslandi fáanlegar á Greifanum.
Greint frá á eyjafrettir.is
Mynd: Fréttir Vestmannaeyjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt5 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu