Vertu memm

Keppni

Tolli á heimsmeistaramóti vínþjóna

Birting:

þann

Heimsmeistaramót vínþjóna - Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Á heimsmeistaramóti vínþjóna etja hæfustu vínþjónar heims kappi hver við annan og í ár voru 65 keppendur frá 62 löndum skráðir til leiks. Til að öðlast keppnisrétt á heimsmeistaramóti vínþjóna þurfa keppendur að vera skráðir í viðurkennd vínþjónasamtök heimalands síns og vera starfandi í veitingaiðnaðinum á einhvern hátt. Eins er gerð krafa um að keppendur hafi borið sigur úr býtum í vínþjónakeppni sem er skipulögð og framkvæmd samkvæmt reglum og viðmiðum ASI.

Heimsmeistaramót vínþjóna - Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Á heimsmeistaramóti sem þessu reynir á kunnáttu keppenda í þrennu tilliti.

Fyrst er skriflegt próf en gott þykir að fá þrjá til fjóra af tíu í einkunn á slíku prófi.  Næst er blindsmökkun, jafnt á léttvínum sem sterkvínum, og að lokum er prófað í verklegum þáttum sem meta þekkingu keppenda og færni í fjölbreyttri framreiðslutækni.

Starf vínþjóns er afar fjölbreytt og krefst ekki einungis yfirgripsmikillar þekkingar og kunnáttu um meðhöndlun og framreiðslu léttvína, heldur gegnir þekking á öðrum drykkjum einnig stóru hlutverki í keppni af þessari gráðu og því nauðsynlegt að kunna einnig góð skil á bjór, sterkvíni, Sake, vatni, te og kaffi, svo eitthvað sé nefnt.

Heimsmeistaramót vínþjóna er haldið á þriggja ára fresti og keppendur hafa aðeins þrjá daga til að koma færni sinni og þekkingu á framfæri í von um að öðlast hinn eftirsótta titil Besti vínþjónn heims.

Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson keppti fyrir Íslands hönd og var landi og þjóð til sóma í Antwerpen þar sem keppnin fór fram um miðjan mars.

Heimsmeistaramót vínþjóna - Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Tolli klár í blindsmakk og skriflegt próf.

Hann gaf sér tíma til að svara nokkrum spurngingum.

Þetta er núna í annað skiptið sem þú keppir á heimsmeistaramóti. Breyttir þú einhverju í undirbúningnum fyrir þessa keppni?

„Fyrir HM í Mendoza hafði ég 10 vikur til að undirbúa mig, núna hafði ég þó rúma 3 ½ mánuði sem er reyndar alltof stuttur tími, en eftir hverja keppni þá byggir maður alltaf meira ofan á alla þætti, meiri “know how” í vínfræðunum, blindsmökkum, verklegum æfingum og sá mikilvægasti, andlegi þátturinn.“

Hverjir eru helstu styrkleikarnir þínir í keppnum?

„Maður reynir alltaf að vera betri á öllum sviðum.“

Hverjir eru helstu veikleikar þínir?

„Eflaust nokkrir, hef nú ekki unnið á golfinu í rúm 10 ár þannig maður er svoldið ryðgaður þar.“

Hvað finnst þér erfiðast að undirbúa þig fyrir?

„Því óvænta, veist ekkert hvað mun koma uppá, that´s the fun part about it.“

Ef þú gætir breytt einu atriði í vínþjónakeppnum hvað væri það og af hverju?

„Allavega fyrir mig væri gott að geta skilað skriflega prófinu og blindsmakki í tölvuformi, get stundum ekki lesið mína eigin skrift.“

Fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á þessari atvinnugrein, hverju myndir þú ráðleggja þeim?

„Vera óhrædd, bara skella sér á kaf í fræðin og átta sig á að þetta tekur hellings tíma, peninga og þú þarft að fórna t.d sumarfrís dögum í þetta, en ég hef fengið helling útúr þessu t.d ferðast til vínræktarlanda heimsins, komast í bestu og dýrustu vínin og veitingastaði heims nánast að kostnarlausu. Byrjið t.d að keppa í vínþjónakeppnum hér heima og skrá sig í nám hjá Court of Master Sommeliers eða WSET t.d.“

Hafðir þú hugsað þér að halda áfram að keppa?

„Ekki hugmynd, eftir svona erfiða törn vill maður helst ekki hugsa útí það, en þetta er alltaf jafn gaman og ég elska að glíma við þetta.“

Heimsmeistaramót vínþjóna - Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

19 keppendur komust í undan úrslit.

Heimsmeistaramót vínþjóna - Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Nina Højgaard Jensen, 2. sæti frá Danmörku (vinstri)
Marc Almert, Besti vínþjónn heims 2019 frá Þýskalandi (miðja)
Raimonds Tomsons, 3. sæti frá Lettlandi (hægri)

Myndir: aðsendar

Alba E. H. Hough

Höfundur er Alba E. H. Hough

 

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið