Vertu memm

Freisting

Töðugjöld á Hellu 2010

Birting:

þann

Í Sunnlenska Gúllassúpu hjá Kjartani Erlingssyni – Myndasafn


Kjartan Erlingsson matreiðslumeistari
 
Jæja komið þið sæl og blessuð , nú er kallinn mættur aftur á vaktina og aldrei hressari og að sjálfsögðu með bensín á kantinum.
 
Í vor var leitað eftir tilboði hjá Tækniþjónustunni í Kef um úttekt á kallinum en allt upppantað þannig að heilsubælið í Hveragerði tók að sér C skoðunina og tók hún um 2 mánuði með góðum árangri, en nóg um það snúum okkur nú að skemmtilegri hlutum.
 

Landsins bestu pylsur fást hjá Pylsuvagninum við Ölfusárbrú

Lagt var í hann föstudaginn 13. ágúst síðdegis og fyrsta stopp var Pylsuvagninn við Ölfusárbrú hjá Ingunni en þar fær maður landsins bestu pylsur, fékk sér eina og bensín og hélt svo áfram för.

Skipulagið er þannig á Töðugjöldunum í ár, að tvö hverfi sjá um veitingar á föstudagskvöldinu, en önnur tvö sjá um skemmtiatriði á laugardeginum og svo víxlast það næsta ár.
 

Súpupotturinn kominn út á veröndina
 
Leiðin lá heim til Kjartans Erlingssonar matreiðslumeistara á Hellu en þar skyldi áð og er ekki hægt að segja annað en að aðstaðan hjá honum sé alveg frábær og um áttaleitið fór súpupotturinn út á veröndina á hitaplötu, já góðir hálsar 30 lítrar af Gúllassúpu úr sunnlensku hráefni, en hann hafði byrjað 9 um morguninn að elda.  Þvílík dásemd sem hún var, ein besta kraftsúpa sem ég hef smakkað í langan tíma og hafði ég á orði við hann að senda þyrfti nokkra höfuðborgarkokka til hans í læri hvernig svona súpur eru gerðar.
 

Það þyrfti að senda nokkra höfuðborgarkokka til Kjartans í
læri hvernig svona súpur eru gerðar

Svo um níuleitið byrjaði húsaröltið og kom þetta í hollum og allir í skýjunum með súpuna góðu, svo var heimilisfólkið með rafmagnsorgel og gítar og sungið hátt og vel svo fleiri dróg að og er yfir lauk höfðu 150 manns komið í súpu í garðinum hjá honum og geri aðrir betur.

Kallinn fór í koju um miðnætti og hafði heimilisfólkið áhyggjur að hann gæti ekki sofnað þar sem glugginn þurfti að vera opinn og sneri út á pallinn, en eftir að hafa útskýrt fyrir þeim að þegar ég væri sofnaður þyrfti meiri hávaða til að vekja mig heldur en þau mögulega gætuð framkallað og fann ég að það var eins og þungu fargi væri létt af þeim.

Um morguninn var kallinn fyrstur fram og þegar húsfreyjan birtist var ég að baksast við að kveikja á eldavélinni til að hita mér súpu í morgunmat og ekki var súpan verri svona í morgunsárið, svo kviknaði líf í húsinu og allir komu fram og fengu sér súpu í morgunmat meira segja hundurinn og kötturinn fengu sinn skerf.
 

Kaffi Eldstó
 
 

Kaffi Eldstó
 
Undir hádegi var kominn tími til að kveðja og halda áfram og víkur sögunni næst til Hvolsvallar en þar er staður sem heitir Kaffi Eldstó og hafði verið skrifað um hann í held ég fréttablaðinu og sagt að hann byði upp á Brunch og langaði mér að prófa það.
 

Kaffi Eldstó
 
 

Ritjulegur brunch
 
Mikil urðu vonbrigðin þegar diskurinn birtist því aldrei á ævinni hef ég fengið eins ritjulegan brunch, þetta væri ágætt sem barnaskammtur eins og þið getið séð á myndinni sem fylgir, þetta er skólabókardæmi hvernig á að fæla ferðamenn frá, hungurskammtar, engin þjónustulund og uppsprengd verð en brunchinn var á tæpar 1800 kr.
 

Ísólfur
 
Fékk mér ísrétt í desert en hann heitir Ísólfur í höfuðið á heiðurskokki KM no 1 Ísólfi Gylfa Pálmasyni sveitastjóra og var hann myndalegri en aðalrétturinn og svar sig í ættina breiðleitur og fjallmyndarlegur og var það smá sárabót.

Næst þegar ég hitti Ísólf get ég sagt að ég hafi nartað í hann ískaldann á Töðugjöldunum.


Ingvar Sig getur þú aðstoðað mig… ?
 
Kjartan hafði sagt að sonur hans væri að vinna við Landeyjarhöfn og æki 50 tonna trukki sem getur borið önnur 50 tonn á pallinum og sagði hann að það væru bara 4 slíkir á landinu og lék mér forvitni að sjá þessa ófreskju og keyrði niður að Landeyjarhöfn og viti menn þar stóð ferlíkið í allri sinni dýrð, spurningin er Ingvar Sig getur þú aðstoðað mig ef ég kaupi einn af þeim, ég er í vandræðum hvar ég á að hafa bárujárnið fyrir pullurnar ef ég færi á rúntinn á honum, hvað segir þú víð þessu.
 
 
 

….. að sjálfsögðu bensín á kantinum
 
Næst var stoppað í Hveragerði og farið inn í Hverabakarí og fengið sér flatköku með hangikjöti og nýbakaða kleinu og að sjálfsögðu bensín á kantinum, alltaf gaman að koma í Hveragerði fór mettur á heiðina í bæinn og bara þokkalega ánægður með túrinn.
 
Smellið hér til að skoða fleiri myndir frá ferðinni.
 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið