Vertu memm

Keppni

Tíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins

Birting:

þann

Tíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins

Alls tóku 30 barþjónar þátt í undankeppni Blái Safírinn, sem fór fram dagana 12. og 13. janúar. Keppnin var haldin í svokölluðu „walk-around“ fyrirkomulagi þar sem dómarar heimsóttu mismunandi staði og fylgdust með keppendum að störfum í raunverulegu umhverfi. Nú liggur fyrir hvaða tíu barþjónar hafa tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar sem fram fara síðar í vikunni.

Þeir barþjónar sem keppa til úrslita eru:

Leó Snæfeld – Jungle
Jakob Eggertsson – Daisy
Freyja Þórisdóttir – RVK Cocktails
Ólafur Andri Benediktsson – Jungle
Birkir Tjörvi – Daisy
Hrafnkell Ingi – Skál
Cazacu George – Daisy
Svanhvít Thea Árnadóttir – Veður bar
Alexander Jósef Alvarado – Jungle
Imad El Moubarik – Coffee & Cocktails

Úrslitakvöldið fer fram í Bryggjuhúsinu fimmtudaginn 22. janúar og hefst keppnin klukkan 20:00. Þar verður boðið upp á líflega stemningu, en DJ Símon FKNHDSM þeytir skífum og kynnir kvöldsins verður Teitur Schiöth.

Facebook viðburður.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu keppendur, þar á meðal ferðavinningur að andvirði 100.000 krónur, vörur frá Bombay og glæsilegur eignabikar. Allt stefnir því í eftirminnilegt kvöld þar sem færni, sköpunargleði og fagmennska íslenskra barþjóna verður í aðalhlutverki.

Vídeó

 

Myndir og vídeó: Ómar Vilhelmsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið