Keppni
Tíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
Alls tóku 30 barþjónar þátt í undankeppni Blái Safírinn, sem fór fram dagana 12. og 13. janúar. Keppnin var haldin í svokölluðu „walk-around“ fyrirkomulagi þar sem dómarar heimsóttu mismunandi staði og fylgdust með keppendum að störfum í raunverulegu umhverfi. Nú liggur fyrir hvaða tíu barþjónar hafa tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar sem fram fara síðar í vikunni.
Þeir barþjónar sem keppa til úrslita eru:
Leó Snæfeld – Jungle
Jakob Eggertsson – Daisy
Freyja Þórisdóttir – RVK Cocktails
Ólafur Andri Benediktsson – Jungle
Birkir Tjörvi – Daisy
Hrafnkell Ingi – Skál
Cazacu George – Daisy
Svanhvít Thea Árnadóttir – Veður bar
Alexander Jósef Alvarado – Jungle
Imad El Moubarik – Coffee & Cocktails
Úrslitakvöldið fer fram í Bryggjuhúsinu fimmtudaginn 22. janúar og hefst keppnin klukkan 20:00. Þar verður boðið upp á líflega stemningu, en DJ Símon FKNHDSM þeytir skífum og kynnir kvöldsins verður Teitur Schiöth.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu keppendur, þar á meðal ferðavinningur að andvirði 100.000 krónur, vörur frá Bombay og glæsilegur eignabikar. Allt stefnir því í eftirminnilegt kvöld þar sem færni, sköpunargleði og fagmennska íslenskra barþjóna verður í aðalhlutverki.
Vídeó
View this post on Instagram
Myndir og vídeó: Ómar Vilhelmsson
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni6 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
















