Pistlar
Tim Wan Ho, Michelin fyrir fólkið
Íslendingar á ferðum erlendis hafa vafalaust fundið fyrir því að kvöldverður á fínni matsölustöðum skilur eftir sig varanlegar brunaskemmdir á kreditkortinu. Til dæmis má nefna að algengt verð fyrir smakkseðil á einnar stjörnu stað í Lundúnum og Kaupmannahöfn samsvara um 20.000 íslenskum krónum á mann, án vína.
En nú vekur athygli í nýlega útkomnum Michelin bæklingi fyrir Hong Kong að götueldhúsið Tim Ho Wan (Á íslensku: Bætið við gæfunni) hefur fengið eina stjörnu í Rauða kladdann en þar kostar dýrasti réttur á matseðli sem samsvarar 610 krónum íslenskum. Hafi menn mikla matarlist má hæglega fá sér dim sum á undan fyrir litlar 240 krónur.
Það er Mak Pui Gor, fyrrverandi dim sum kokkur á þriggja stjörnu staðnum Lung King Heen á Four Seasons, sem opnaði þetta 20 sæta götueldhús þegar kreppan skall á með það fyrir augum að bjóða upp á ljúffengan og mjög ódýran mat.
Jean-Luc Naret forstjóri Michelin útgáfunnar segir einnig að Tim Ho Wan sé ódýrastur allra staða sem hlotið hafa stjörnu í kladdann. En það vekur athygli að Michelin útgáfan skuli horfa framhjá kristalsglösum, silfurskeiðum og öðru prjáldri sem hingað til hefur verið talið staðalútbúnaður til að eiga möguleika á stjörnu.
Kannski merki þess að Michelin sé að koma niður á jörðina og meta það sem máli skiptir, góðan mat.
© Höfundur: Ragnar Eiríksson matreiðslumaður

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí