Frétt
Tillögur um aðgerðir gegn matarsóun afhentar ráðherra
Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun hefur skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum. Í skýrslu starfshópsins eru m.a. sett fram markmið um að draga úr matarsóun um 50% fyrir árið 2030. Skýrslan verður í almennri kynningu í samráðsgátt stjórnvalda til 31. júlí næstkomandi.
Alls eru tillögur starfshópsins 24 talsins, annars vegar 14 aðgerðir sem stjórnvöld bera ábyrgð á að komist til framkvæmdar og hins vegar 10 aðgerðir á ábyrgð atvinnulífsins. Starfshópurinn beinir sjónum sínum að öllum hliðum matarsóunar, en hún getur orðið hvenær sem er í ferlinu, allt frá ræktun til framleiðslu og neyslu. Þá snúa tillögurnar einnig að aukum matargjöfum. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um 50% fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025.
Í skýrslu starfshópsins er áhersla lögð á að til að ná árangri í að draga úr matarsóun þurfi samstillt átak samfélagsins alls, þ.e. atvinnulífsins, almennings og stjórnvalda. Lagt er til að stjórnvöld auki stuðning við nýsköpun, standi fyrir átaki í menntun og fræðslu um matarsóun, innleiði hagræna hvata til að sporna við matarsóun, endurskoði regluverk og standi fyrir árlegum mælingum á umfangi matarsóunar. Um leið setji atvinnulífið málefnið í forgang og taki frumkvæði að aðgerðum innan sinna vébanda, stuðli að upplýsingaskiptum, fræðslu og hvatningu.
Tillögur starfshóps um aðgerðir gegn matarsóun í samráðsgátt stjórnvalda.
Mynd: stjornarradid.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum