Markaðurinn
Til leigu útsýnis og veitingastaðurinn Hafið Bláa við Ósa Ölfusár
Hafið Bláa er glæsilegur og notalegur veitingastaður sem staðsettur er á fallegum stað við suðurströndina steinsnar frá Reykjavík. Við hvert sæti er ægifagurt útsýni yfir sjóinn, Ölfusánna og sunnlensku fjöllin. Unun er að sitja í veitingasalnum og virða fyrir sér útsýnið, fuglalífið og selina.
Veitingastaðurinn leigist út með öllum tækjum og búnaði sem þarf til veitingareksturs og húsnæði sem er 276m² og er staðurinn tilbúinn til reksturs. Um er að ræða rúmgóðan og bjartan veitingasal með fallegu útsýni yfir sjóinn, salurinn tekur 100 manns í sæti.
Miklir möguleikar eru í rekstrinum s.s. veitinga og veisluþjónusta fyrir stóra sem smá hópa, tenging við náttúruna með norðuljósaskoðun, göngu um fjöruna og nágrenni með fjölskrúðugu fuglalífi og skemmtilega gönguleiðir.
Nánari upplýsingar veitir:
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali, [email protected].
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni21 klukkustund síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann