Markaðurinn
Til leigu útsýnis og veitingastaðurinn Hafið Bláa við Ósa Ölfusár
Hafið Bláa er glæsilegur og notalegur veitingastaður sem staðsettur er á fallegum stað við suðurströndina steinsnar frá Reykjavík. Við hvert sæti er ægifagurt útsýni yfir sjóinn, Ölfusánna og sunnlensku fjöllin. Unun er að sitja í veitingasalnum og virða fyrir sér útsýnið, fuglalífið og selina.
Veitingastaðurinn leigist út með öllum tækjum og búnaði sem þarf til veitingareksturs og húsnæði sem er 276m² og er staðurinn tilbúinn til reksturs. Um er að ræða rúmgóðan og bjartan veitingasal með fallegu útsýni yfir sjóinn, salurinn tekur 100 manns í sæti.
Miklir möguleikar eru í rekstrinum s.s. veitinga og veisluþjónusta fyrir stóra sem smá hópa, tenging við náttúruna með norðuljósaskoðun, göngu um fjöruna og nágrenni með fjölskrúðugu fuglalífi og skemmtilega gönguleiðir.
Nánari upplýsingar veitir:
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali, [email protected].

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri