Vertu memm

Freisting

Til Kazastan með FH

Birting:

þann

Enn upp í rútu og á Aktobe Stadium í lögreglufylgd.  Keyrt var í gegnum miðbæinn og var þar að sjá allar gerðir húsa.  Dæmigerðar rússneskar kirkjur með bláum og gylltum turnum og mikið af fólki á leið á völlinn.  Hermenn biðu eftir okkur og mynduðu öflugan vörð um rútuna okkar er við gengum inn í búningsherbergið.

Þeir vöktuðu síðan rútuna á meðan leikurinn var.  Aktobe Stadium er 25 ára gamall og var fyrsti íþróttavöllurinn sem byggður var í Sovétríkjunum sem var bara fyrir knattspyrnu.  Algjör gryfja og myndaðist glimrandi stemming á vellinum.  Uppselt var á leikinn, 14.000 manns og ekki bara karlmenn heldur mikið af kvenfólki líka.

Mér var boðið að  vera í VIP stúkunni sem ég þáði með glöðu geði enda 35 stiga hiti á vellinum en VIP stúkan var innandyra og loftkæld í þokkabót, sem sagt dásamlegt.  Okkur voru boðnar veitingar: vatn, smákökur, þurrkaðir ávextir og hnetur. Einnig var boðið upp á ískaldan Miller bjór, himneskt. En bannað var að drekka bjórinn í VIP stúkunni, allavega mátti alls ekki sjást út á völlinn að við værum að drekka í stúkunni, en okkur var velkomið að drekka í herbergi fyrir aftan stúkuna.

Með okkur í stúkunni voru stjórnarmenn Aktobe liðsins, styrktaraðilar og sjálfur borgarstjóri Aktobe ásamt  dóttur sinni, eða konu (lukkunar panfíll). Enginn  af þessum sessunautum okkar talaði ensku. Túlkurinn okkar var ung dóttir vallarstjórans en hún er í námi í London og talaði mjög góða ensku. En grey stúlkan var svakalega feimin og þorði ekki að tala við okkur. Það var faraldur á vellinum, engisprettufaraldur. Ég lýg því ekki, að horfa upp í fljóðljósin var eins og það væri snjókoma, svo mikið var af engisprettum og öðrum flugum ( þyrlum) sem voru mun stærri en spretturnar.

Flugurnar flugu reglulega á rúðurnar og nokkar komust inn í VIP-ið og röltu um gluggana. Sessunautur minn, einn af styrktaraðilunum greip engispretturnar og skellti þeim í klofið á sér og þar dóu þær. Svo sleit hann af þeim hausinn.

Leikurinn tapaðist 2-0, en leikurinn í Hafnarfirði tapaðist 0-4 svo það varð strax 50% betri árangur við það að láta mig sjá um matinn. Eftir sturtu var haldið út í rútu og biðu þar nokkrir áhangendur heimaliðsins við rútuna til þess að berja okkur augum.  Mér kæmi það ekki á óvart að þeir hefðu séð alla þættina með mér á INNTV eða á Skjá1 í denn, nei þeir höfðu nefnilega aldrei séð íslendinga og voru allveg hissa á því að við værum venjulegir í útliti og gátum talað ensku. Einn þeirra kallaði til okkar að hann elskaði Björk, er því hér með komið til skila. 

Við gáfum þeim barmmerki og trefla og var það sem við gæfum þeim gull.  Lögreglufylgd með forgangsljós, en samt var alltaf stoppað á umferðarljósum, að hótelinu að ná í flugvélamatinn. Lögreglubíllinn var reyndar nokkrum sinnum nærri búinn að lenda í árekstri við bíla sem voru að taka fram úr lögreglunni og reyndi löggan að keyra fyrir þá.  Klukkan var um miðnætti þegar við komum út á flugvöll.

Það voru þrjár konur að vinna og tveir hermenn á vaktinni í flugstöðinni og sáu konurnar um allt, innritun, vopnaleit, koma farangri út í vél og lóðsa rútuna þessa 50 metra að rellunni. Aníta vinkona mín “Tungufoss” var þvílíkt ánægð með matinn og nestið frá mér og að ég skildi hafa gert ráð fyrir hnífapörum og brauði, ja men det er jo fantastic og jette bra.


Skrúfuþotan

Strákarnir voru mjög ánægðir með matinn og Princ Pólóið frá Reyni Þrastar hjá Ásbirni Ólafs, gerði glimrandi lukku.  Ég verð að játa mistök í greininni sem er að ég tala alltaf um strákana en sjúkraþjálfari liðsins er þessi gullfallega stúlka Kolbrún að nafni, en hún er bara alltaf talin með strákunum.  Ég fékk Anítu vinkonu mína til þess að ávarpa okkur í rellunni sem Lady and Gentlemen, við góðar undirteknir.  Ég var  búinn með eldsneytið á tanknum og fékk svefnpillu hjá doktornum og sofnaði á örskots stundu. Ég svaf alla fimm og hálfa tímana sem tók að fljúa til Köben. Hætt var að  við að millilenda á leiðinni vegna hagstæðrar vindáttar.


Kolbrún, Heimir þjálfari  og Jörundur aðstoðarþjálfari

Lent í Köben kl. 5:30 að staðartíma og við tók bið til kl.12:50 eftir flugi heim með Icelandic Express. Ég sofnaði strax og ég kom út í relluna frá IE og svaf alla seinkunina (1 ½ tíma) en því var kennt um að erfiðlega hefði gengið að ná eldsneytisáfyllingarslöngu úr vængnum.  Ég kláraði að lesa bókina Hraunið á leiðinni heim.

Farangurinn skilaði sér og þegar að ég sá í Fríhöfninni að uppáhalds rauðvínið, Brio, hefði hækkað úr 2990 í 3480 á einum mánuði þá gekk ég út. Ferðin tókst í alla staði vel og þegar við ætluðum að fara af stað með rútunni til Reykjavík, var rútann rafmagnslaus og þurftum við að ýta henni í gang.  Já það er rétt, þetta var á Íslandi en ekki í Kazakstan. 

Ef ég yrði beðinn um að fara aftur út með liði myndi ég segja” Leyfðu mér að hugsa… JÁ!

I hluti

II hluti

III hluti

Það var Ingvar Guðmundsson á Salatbarnum sem tók saman þessa ferðasögu.

/Sverrir

 

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið