Freisting
Til Kazastan með FH
Skriðið í sturtu rúmlega eitt og síðan í koju. Herbergið var mjög flott enda hótelið allt innréttað í austurlenskum stíl, reyndar væri réttara að tala um þriggja herbergja íbúð (stofa og eldhús, svefnherbergi og bað).
Flott ekki satt . Og fótbolti í TVinu að sjálfsögðu
Rúmið var reyndar soldið austurlenskt því að það var í styttra lagi. Ég verð seint talinn með hæðstum mönnum nema því að ég liggi á bakinu en fæturnir á mér stóðu út úr rúminu en breiddin var í fínu lagi. Reyndar voru koddanir fjórir stórir og stífir og þeir hjálpuðu mikið til við að ýta mér úr rúminu.
Rúmið góða
Ég hafði ekki sofið í nema hálftíma þegar að síminn minn vakti mig þegar að hann var að segja mér að hann vantaði meira rafmagn. Það tók mig síðan tæpa þrjá tíma að sofna aftur, því í öllum hamagangnum og öllum spenningnum þá hafði ég alveg gleymt að borða og nú öskraði vömbin á eitthvað að éta. Mér var reyndar boðið að borða staffamatinn fyrr um kvöldið. Kokkurinn tók laxahaus og skar hann niður í bita velti þeim upp úr hveit og steikti á pönnu með gulrótum og lauk. Ég bar við tímaleysi til þess að móðga ekki neinn.
En, já ég var að reyna að sofna. Ég hefði jú vel getað farið niður í eldhúsið og fengið mér snarl, ó hvað ég hefði viljað taka með mér Prince Póló frá Reyni hjá Ásbirni Ólafs en það var fyrir leikmennina svo að ég vildi ekki hreyfa við því.
Vaknaði klukkan hálf sjö, sturta og niður í eldhús að útbúa morgunverð sem var á dagskrá kl. 09:00. Eldhúsið á hótelinu var í kjallaranum og til þess að finna samlíkinu sem kokkar þekkja var um svipaða vegalengd og frá bakaríinu uppí Blómasal á Hótel Loftleiðum.
Í morgunverð fengu strákarnir, Cheerios, Cooca Poops, kornflakes, súrmjólk, hafragraut, SS pylsur, bacon, eggjahræru, brauð, skinku, ost, jarðarberja og appelsínumarmelaði, jógúrt, gúrkur, appelsínur, epli, banana, appelsínusafi, vatn og epla-, sólberja-, appelsínu-, og ananasþykkni frá Agli Skallagríms.
Íslenskur brekki í Kazakstan
Núna var komin rússneskur kokkur á vaktina Romanov að nafni. Hann var mjög hjálpsamur og var ekki alveg eins mikið fyrir mér og sá kínverski. Romanov hafði unnið á nokkrum veitingastöðum í Kazakstan svo sem japanskum, sushi, og steikarstað. Hann var mjög áhugasamur um hráefnið sem var með sérstaklega kraftana og súpurnar frá Knoor.
Hann skákaði mér þó allveg í jurtarjómanum þar sem hann var með franskan President ( Presedentiski) að nafni en ég með írskan Milac Gold. Hann sá um að elda í 40 kostgangara sem snæddu í sér herbergi í kjallaranum og var vörður við innganginn inn á hótelið svo að kostgangarnir færu ekki upp í veitingastaðinn á Hótelinu, á matseðlinum var Kazakstönsk kjötsúpa áþekk þeirri rússnesku og kássa úr lauk gulrótum og nautahakki og kjúklingabiti ofan á, með þessu var borið salat úr dósasveppum, skinku, hvítkáli og mayonnaise.
Matur fyrir kostgangarna
Kostgangarnir höfðu mikinn áhuga á að vita hver þessi nýi kokkur með stóra magann væri, vonuðust líklega til þess að fá Knoorsúpu næst.
Þá var komið að hádegismatnum en hann er mjög mikilvægur fyrir leikmennina. Ég er búinn að taka á móti 19 landsliðum á Salatbarnum í gegnum árin, þó aðalega handboltalandsliðum, einnig hafa íslensku knattspyrnufélögin verið dugleg við að mæta á Salatbarinn svo að ég veit nokkuð hvað íþróttamenn vilja. Fyrst og fremst þá vilja þeir eitthvað sem þeir þekkja vel, engar æfingar. Því bauð ég upp á, súpu Minesterone, kjúklingabringu í rjómalagaðri kjúklingasósu, kryddgrjón, steiktar kartöflur, pasta Carbonara, og lasagna og vel af brauði, djús og vatni. Eftir matinn fengu leikmennirnir KEA skyrdós sem þeir áttu að borða kl. 15:00.
Eldhúsið á hótelinu var ágætlega tækjum búið, eldavél, tveir ofnar, hitaborð, steikarpanna, kælar og frystir og kælar í vinnuborðum og geymslur í lokuðum skápum. En það voru bara til tveir stálpottar og þrír gastrobakkar á hótelinu og hnífarnir voru allir bitlausir, sleifar og pískar af skornu skammti og bretti gömul trébretti og aðeins til tvö plastbretti. Ég er viss um að boðið hefði verið upp á súpur og kássu ef að maturinn hefði verið fá hótelinu, kokkarnir hefðu aldrei klárað þetta svo að okkur hefði líkað. Ég sá ekkert gott hráefni á hótelinu, grænmetið var ekki ferskt , kjúklingur frosinn í klump, fiskur allur frosinn. Laxahausinn var kannski það sem ég sá ferskast í eldhúsinu. Ég hef lært það í gegnum árin þegar ég tek á móti landsliðum að það er nauðsynlegt að fá stórt VÁ frá þeim fyrstu sem koma í matinn, þá er maturinn alltaf góður, fyrir alla. Ég er vissum að það hefði ekki heyrst mikið VÁ ef að maturinn hefði ekki verið íslenskur , ég myndi tippa á að OJ og ooooooj ojojojo hefðu verið ríkjandi við matarborðið.
Það sem vantaði kannski hvað mest í eldhúsið var duglegan hugmyndaríkan og góðan stjórnanda, sem sagt evrópskan kokk. Það myndi gera mikið fyrir þetta hótel.
Ég hafði gert mér grein fyrir því áður að á leiðinni heim þá yrði boðið upp á mat í flugvélinni og að sá matur kæmi þá fá Kazakstan og það gengi ekki upp. Planið var að borða kvöldmat eftir leikinn og fara síðan í flug til Köben en ég kom með þá tillögu um að ég myndi útbúa flugvélamatinn og smyrja samlokur til þess að hafa með í nesti um nóttina.
Ég tók með mér hólfaða bakka frá Samhentnir ehf og setti í þá roastbeef og remoulaði, skinku og ananas, pasta með kjúkling, kartöflusalat og ávexti, brauð og smjör og smurði samlokur með skinku, osti og grænmeti, salami og osti, reyktum laxi og eggjum og að sjálfsögðu Princ Pólói sem desert. Aníta Tungufoss hafði lofað mér að nóg yrði af drykkjum um borð, kóki, vatni og bjór. Ég náði að klára þetta fyrir kl. 16:00 og þá var komið að snarli fyrir leikmáltíð. Klukkan 17:30 fékk liðið rjómalagaða tómatsúpu, ristað brauð, ost og sultur, egg, gúrkur, jólaköku, massarínu, sérbökuð vínarbrauð og kalda mjólk, Egilsdjús og kaffi.
Við tókum með okkur 200 lítra af íslenku vatni og þarna vorum við farnir að spara vatnið því að leikmennirnir þurftu þrjá kassa í leiknum og áttum við aðeins þrjá og hálfan kassa eftir, en tólf lítrar eru í kassanum. Báðum við því um vatn frá hótelinu og kom þá í ljós að þeir áttu Perrier vatn og einnig Vetti vatn hvoru tveggja frá Frakklandi. Að blanda saman eplaþykkni frá Agli og Perrier er geggaðslega gott. Það er jú reynsla mín að leikmenn eru ákaflega lystalausir í þessari máltíð enda hugurinn farinn að snúast um leikinn framundan.
Ég rétt náði að fara í sturtu og taka saman farangurinn minn fyrir kl. 19:00 þegar lagt var á stað í lögreglufylgt á Aktobe stadium. Það má þó ekki skilja það svo eins og ég hafi verið einhver Jói Gel alltaf í sturtu heldur var um svipaðan hita að ræða í eldhúsinu og úti ca 35°c .
Bakarinn á Hótelinu
Flugvélamatinn fengum við að geyma á Hótelinu og myndum við ná í hann á leiðinni út á flugvöll. Ég bað þjónana að ná í vatnskassanna og setja þá í gestamóttökuna fyrir mig en grunaði ekki Gvend. Sá ég ekki hvar þeir voru komnir með kælikisturnar með nestinu að rútunni. Ég náttúrulega tók á rás og baðaði út öllum öngum eins og Albatros, no no no just the water, JUST THE WATER. Fóru þeir þá niður í kjallarann og náðu í vatnið en það tók þá nokkra stund að skilja gott væri að taka kælikisturnar með sér niður og koma með vatnið upp í staðinn.
Ég bað þann kínverskættað kokkinn að fara með kælikisturnar niður strax. Hann sagði ok og hélt áfram að tala við vin sinn sem var að þvo bílinn sinn fyrir utan hótelið. NOW sagði ég og hann svaraði ok og hélt áfram að spjalla, svo kallinn tók á rás og vippaði kistunum niður. Að lokum var allt á sínum stað og við lögðum íann á fóboltavöllinn.
Já komið þið sæl. Sladbarinskie wrcket Hotel Dastan
Kazakstan er ekki eins og Borat lýsir í sjónvarpsþáttum og kvikmynd. Fólkið er vel menntað, fallegt og mjög viðkunnalegt í allastaði. Bílaflotinn var allt frá Lödum upp í Land Crusera ( Grand Luser árið 2009 ) nýir Lada jepplingar áþekkir Cherokee og allt þar á milli, engar asna eða hestakerrur. Borgin sjálf er látlaus en mikið hefur verið byggt og enn er verð að byggja flottar skrifstofu og íbúðarhúsnæði. Fyrirtækið Halliburton Company sem Dick Cheney stýrði áður en hann varð varaforseti USA er með stóra skrifstofubyggingu í borginni og gæti vissara ameríkuáhrifa í borginni. Það kom greinilega í ljós þegar að maður talaði við ungafólkið að því langar að komast til vestur evrópu. Það er mikið atvinnuleysi í Kazakstan og erfitt efnahagsástand.
Laun starfsfólksins samsvaraði um 400 dollurum á mánuði. 130 chinki eru í einni evru. Sígaréttukarton kostaði 5 dollara. Rússneski kokkurinn Romanov var alveg til í að flytjast til Íslands til að vinna og er þvi hér með komið á framfæri.
Romanov og kallinn
Það var Ingvar Guðmundsson á Salatbarnum sem tók saman þessa ferðasögu.
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or14 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or17 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla