Keppni
Þýskaland heimsmeistarar í kjötskurði 2022
Verðlaunaafhending Heimsmeistarakeppninnar í kjötskurði (World Butchers Challenge – WBC) fór fram á galakvöldverði í Memorial Auditorium ráðstefnuhöllinni í Sacramento í kvöld sunnudaginn 4. september.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti – Þýskaland
2. sæti – Ástralía
3. sæti – Nýja Sjáland
10. sæti – Ísland
Sérstök verðlaun voru veitt:
Besti grísakjötsrétturinn – Bretland
Besti lambakjötsrétturinn – Ítalía
Besti kjúklingarétturinn – Ítalía
Besta pylsan:
Besta nautapylsan – Jafntefli: Bandaríkin og Þýskaland
Besta grísapylsan – Írland
Besta sælkerapylsan – Þýskaland
All star team:
Breaking / bone – Írland
Trimming / slicing – Ítalía
Value adding – Þýskaland
Value adding – Bretland
Display Garnish – Ástralía
Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fór fram í Sacramento í Bandaríkjunum í NBA höllinni Golden 1 Center, laugardaginn 3. september s.l. Íslenska landslið kjötiðnaðarmanna stóðu sig frábærlega og var þetta í fyrsta sinn sem að landsliðið keppti á svona stóru móti. 13 þjóðir tóku þátt í keppninni og var Ísland eina Norðulandaþjóðin sem tók þátt.
Þær þjóðir sem kepptu voru:
Ástralía
Bandaríkin
Brasíl
Kanada
Frakkland
Þýskaland
Bretland
Ísland
Ítalía
Írland
Nýja Sjáland
Portúgal
Wales
Allar þjóðir fengu ½ naut, ½ svín, 1/1 lamb og 5 kjúklinga til að vinna með. Liðin unnu þessa skrokka á 3 og hálfum tíma til að búa til fjölbreyttar vörur, girnilegar vörur og auðvitað góðar vörur.
Dómararnir dæmdu samvinnuna, vinnubrögðin, hreinlæti, nýtingu og frumlegheit. Þemað hjá landsliðinu var Eldgosið í Meradölum. Dómari fyrir hönd Íslands var Stefán Einar Jónsson frá Norðlenska.
Íslenska landsliðið
Landslið kjötiðnaðarmanna skipa, (fullt nafn, vinnustaður og hlutverk hvers og eins í landsliðinu):
Á síðustu mínútum
Íslenska liðið að leggja lokahönd á sýningarborðið í keppninni.
Upptaka frá World Butchers Challenge
Hægt er að horfa á upptöku frá heimsmeistaramótinu í meðfylgjandi myndbandi (hefst eftir 34 mínútur):
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir