Vertu memm

Keppni

Þýskaland heimsmeistarar í kjötskurði 2022

Birting:

þann

World butchers challenge 2022

Borð Íslenska landsliðsins.
Mynd: Jóhannes Geir Númason

Verðlaunaafhending Heimsmeistarakeppninnar í kjötskurði (World Butchers Challenge – WBC) fór fram á galakvöldverði í Memorial Auditorium ráðstefnuhöllinni í Sacramento í kvöld sunnudaginn 4. september.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Memorial Auditorium ráðstefnuhöllinni í Sacramento. Til gamans þá fór fram vígsla ríkisstjórans Arnold Schwarzenegger í Memorial Auditorium höllinni árið 2007

Verðlaunaafhendingin fór fram í Memorial Auditorium ráðstefnuhöllinni í Sacramento. Til gamans þá fór fram vígsla ríkisstjórans Arnold Schwarzenegger í Memorial Auditorium höllinni árið 2007.
Mynd: MemorialAuditorium.com

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti – Þýskaland
2. sæti – Ástralía
3. sæti – Nýja Sjáland

10. sæti – Ísland

Sérstök verðlaun voru veitt:

Besti grísakjötsrétturinn – Bretland
Besti lambakjötsrétturinn – Ítalía
Besti kjúklingarétturinn – Ítalía

Besta pylsan:
Besta nautapylsan – Jafntefli: Bandaríkin og Þýskaland
Besta grísapylsan – Írland
Besta sælkerapylsan – Þýskaland

All star team:
Breaking / bone – Írland
Trimming / slicing – Ítalía
Value adding – Þýskaland
Value adding – Bretland
Display Garnish – Ástralía

Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fór fram í Sacramento í Bandaríkjunum í NBA höllinni Golden 1 Center, laugardaginn 3. september s.l.  Íslenska landslið kjötiðnaðarmanna stóðu sig frábærlega og var þetta í fyrsta sinn sem að landsliðið keppti á svona stóru móti.  13 þjóðir tóku þátt í keppninni og var Ísland eina Norðulandaþjóðin sem tók þátt.

Þær þjóðir sem kepptu voru:

Ástralía
Bandaríkin
Brasíl
Kanada
Frakkland
Þýskaland
Bretland
Ísland
Ítalía
Írland
Nýja Sjáland
Portúgal
Wales

Allar þjóðir fengu ½ naut, ½ svín, 1/1 lamb og 5 kjúklinga til að vinna með. Liðin unnu þessa skrokka á 3 og hálfum tíma til að búa til fjölbreyttar vörur, girnilegar vörur og auðvitað góðar vörur.

Dómararnir dæmdu samvinnuna, vinnubrögðin, hreinlæti, nýtingu og frumlegheit. Þemað hjá landsliðinu var Eldgosið í Meradölum.  Dómari fyrir hönd Íslands var Stefán Einar Jónsson frá Norðlenska.

World butchers challenge 2022

Friðrik Þór Erlingsson, fyrirliði landsliðsins í keppninni.
Mynd: worldbutcherschallenge.com

Íslenska landsliðið

Landslið kjötiðnaðarmanna skipa, (fullt nafn, vinnustaður og hlutverk hvers og eins í landsliðinu):

Á síðustu mínútum

Íslenska liðið að leggja lokahönd á sýningarborðið í keppninni.

Upptaka frá World Butchers Challenge

Hægt er að horfa á upptöku frá heimsmeistaramótinu í meðfylgjandi myndbandi (hefst eftir 34 mínútur):

Fleiri fréttir af Landsliði kjötiðnaðarmanna hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið