Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þyrla bjargar pizzu-gölnum Norsurum | Stefnir í heimsmet hjá Domino‘s í Noregi
Domino‘s í Noregi opnaði á dögunum nýjan veitingastað í Þelamörk í suðurhluta landsins. Alls seldust yfir 800 pizzur fyrsta daginn og létu viðskiptavinir staðarins það ekki á sig fá að bið eftir pizzu var hátt í tveir klukkutímar. Svo fór að fljúga þurfti með aukabirgðir af osti og deigi í þyrlu frá Ósló þar sem salan var langt yfir væntingum.
20 starfsmenn unnu án afláts í tæpa 12 tíma til að anna þessari miklu eftirspurn en hún var meiri en þekkist þegar Domino‘s hefur opnað nýtt útibú í Noregi. Aðeins hálft ár er liðið síðan fyrsti Domino‘s staðurinn var opnað þar í landi og hefur reksturinn gengið vonum framar, sérstaklega í ljósi þess að markaðurinn þar í landi er afar þróaður þegar kemur að pizzum en norska keðjur hafa setið einar að markaðnum um langa hríð.
Á heimsvísu er Domino‘s með 11 þúsund sölustaði í 70 löndum, og þar af eru 19 staðir á Íslandi. Norskir fjárfestar standa að baki rekstrinum í Þelamörk ásamt Íslendingnum Birgi Bieltvedt en hann stendur einnig á bakvið rekstur Domino‘s á Íslandi og hefur komið að opnun staða í Danmörku og Þýskalandi. Matseðillinn í Noregi dregur dám af þeim íslenska og stuðst er við það sem gengið hefur vel í Íslendinga á allra síðustu árum.
Magnús Hafliðason er framkvæmdastjóri Domino‘s í Noregi en var áður markaðs- og rekstrarstjóri . Hann er að vonum ánægður með árangurinn:
Við erum búin að sjá ótrúlegan vöxt hjá Domino‘s í Noregi á mjög stuttum tíma. Viðskiptavinir okkar í Þelamörk tóku opnun staðarins afar vel og starfsmennirnir stóðu sig vonum framar í ösinni sem myndaðist. Við vorum ekki vissir hvernig Norðmenn myndu taka okkur til að byrja með, en salan í kringum opnunina á hverjum stað hingað til hefur verið á pari við það sem best þekkist hjá Domino‘s í heiminum. Mér sýnist þetta stefna í heimsmet.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla