Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Þyrla bjargar pizzu-gölnum Norsurum | Stefnir í heimsmet hjá Domino‘s í Noregi

Birting:

þann

Dominos

Seldu 800 pizzur á einum degi í Þelamörk – flogið var með auka ost og deig í þyrlu frá Ósló.
Mynd: skjáskot af frétt á varden.no

Domino‘s í Noregi opnaði á dögunum nýjan veitingastað í Þelamörk í suðurhluta landsins. Alls seldust yfir 800 pizzur fyrsta daginn og létu viðskiptavinir staðarins það ekki á sig fá að bið eftir pizzu var hátt í tveir klukkutímar. Svo fór að fljúga þurfti með aukabirgðir af osti og deigi í þyrlu frá Ósló þar sem salan var langt yfir væntingum.

20 starfsmenn unnu án afláts í tæpa 12 tíma til að anna þessari miklu eftirspurn en hún var meiri en þekkist þegar Domino‘s hefur opnað nýtt útibú í Noregi. Aðeins hálft ár er liðið síðan fyrsti Domino‘s staðurinn var opnað þar í landi og hefur reksturinn gengið vonum framar, sérstaklega í ljósi þess að markaðurinn þar í landi er afar þróaður þegar kemur að pizzum en norska keðjur hafa setið einar að markaðnum um langa hríð.

Dominos í Noregi

Norðmenn virðast spenntir að fá að bragða á Domino‘s pizzum en opnunarsalan þar í landi hefur náð methæðum hjá fyrirtækinu

Á heimsvísu er Domino‘s með 11 þúsund sölustaði í 70 löndum, og þar af eru 19 staðir á Íslandi. Norskir fjárfestar standa að baki rekstrinum í Þelamörk ásamt Íslendingnum Birgi Bieltvedt en hann stendur einnig á bakvið rekstur Domino‘s á Íslandi og hefur komið að opnun staða í Danmörku og Þýskalandi. Matseðillinn í Noregi dregur dám af þeim íslenska og stuðst er við það sem gengið hefur vel í Íslendinga á allra síðustu árum.

Magnús Hafliðason

Magnús Hafliðason er framkvæmdastjóri Domino‘s í Noregi.
Íslendingar koma að rekstri Domino‘s í Noregi og víðar í Skandinavíu

Magnús Hafliðason er framkvæmdastjóri Domino‘s í Noregi en var áður markaðs- og rekstrarstjóri . Hann er að vonum ánægður með árangurinn:

Við erum búin að sjá ótrúlegan vöxt hjá Domino‘s í Noregi á mjög stuttum tíma. Viðskiptavinir okkar í Þelamörk tóku opnun staðarins afar vel og starfsmennirnir stóðu sig vonum framar í ösinni sem myndaðist. Við vorum ekki vissir hvernig Norðmenn myndu taka okkur til að byrja með, en salan í kringum opnunina á hverjum stað hingað til hefur verið á pari við það sem best þekkist hjá Domino‘s í heiminum. Mér sýnist þetta stefna í heimsmet.

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið