Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þyrla bjargar pizzu-gölnum Norsurum | Stefnir í heimsmet hjá Domino‘s í Noregi

Seldu 800 pizzur á einum degi í Þelamörk – flogið var með auka ost og deig í þyrlu frá Ósló.
Mynd: skjáskot af frétt á varden.no
Domino‘s í Noregi opnaði á dögunum nýjan veitingastað í Þelamörk í suðurhluta landsins. Alls seldust yfir 800 pizzur fyrsta daginn og létu viðskiptavinir staðarins það ekki á sig fá að bið eftir pizzu var hátt í tveir klukkutímar. Svo fór að fljúga þurfti með aukabirgðir af osti og deigi í þyrlu frá Ósló þar sem salan var langt yfir væntingum.
20 starfsmenn unnu án afláts í tæpa 12 tíma til að anna þessari miklu eftirspurn en hún var meiri en þekkist þegar Domino‘s hefur opnað nýtt útibú í Noregi. Aðeins hálft ár er liðið síðan fyrsti Domino‘s staðurinn var opnað þar í landi og hefur reksturinn gengið vonum framar, sérstaklega í ljósi þess að markaðurinn þar í landi er afar þróaður þegar kemur að pizzum en norska keðjur hafa setið einar að markaðnum um langa hríð.

Norðmenn virðast spenntir að fá að bragða á Domino‘s pizzum en opnunarsalan þar í landi hefur náð methæðum hjá fyrirtækinu
Á heimsvísu er Domino‘s með 11 þúsund sölustaði í 70 löndum, og þar af eru 19 staðir á Íslandi. Norskir fjárfestar standa að baki rekstrinum í Þelamörk ásamt Íslendingnum Birgi Bieltvedt en hann stendur einnig á bakvið rekstur Domino‘s á Íslandi og hefur komið að opnun staða í Danmörku og Þýskalandi. Matseðillinn í Noregi dregur dám af þeim íslenska og stuðst er við það sem gengið hefur vel í Íslendinga á allra síðustu árum.

Magnús Hafliðason er framkvæmdastjóri Domino‘s í Noregi.
Íslendingar koma að rekstri Domino‘s í Noregi og víðar í Skandinavíu
Magnús Hafliðason er framkvæmdastjóri Domino‘s í Noregi en var áður markaðs- og rekstrarstjóri . Hann er að vonum ánægður með árangurinn:
Við erum búin að sjá ótrúlegan vöxt hjá Domino‘s í Noregi á mjög stuttum tíma. Viðskiptavinir okkar í Þelamörk tóku opnun staðarins afar vel og starfsmennirnir stóðu sig vonum framar í ösinni sem myndaðist. Við vorum ekki vissir hvernig Norðmenn myndu taka okkur til að byrja með, en salan í kringum opnunina á hverjum stað hingað til hefur verið á pari við það sem best þekkist hjá Domino‘s í heiminum. Mér sýnist þetta stefna í heimsmet.
Myndir: aðsendar
![]()
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra





