Freisting
Því ekki fiskmarkaði, rétt eins og grænmetismarkaði og bændamarkaði?
Fiskmarkaðir erlendis eru vinsælir
Ísland er þekkt fyrir frábæran fisk og góð fiskimið, en einhverra hluta vegna tíðkast ekki hér á landi að almenningur geti keypt ferskan fisk á hafnarbakkanum eða á fiskmarkaði. Þótt margir hafi sýnt hugmyndinni um fiskmarkað áhuga, hefur henni ekki verið fylgt eftir í framkvæmd hingað til.
Nú lítur út fyrir að hreyfing sé að komast á málið bæði í Reykjavík og víðar, og að þess sé ekki lagt að bíða að gestir og gangandi geti nálgast ferskan fisk á þennan lifandi og skemmtilega hátt.
Þær Þóra Valsdóttir, matvælafræðingur hjá Matís ohf og Brynhildur Pálsdóttir, matarhönnuður hjá Listaháskóla Íslands, kynna áhugaverða samantekt um möguleika fiskmarkaða á Íslandi á fundi félagsins Matur saga menning, fimmtudaginn 25. mars kl 17.00 í húsnæði Reykjavíkur Akademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Á undan fundinum, þ.e. frá kl 16.30-17.00 verður aðalfundur félagsins haldinn samkvæmt áður boðaðri dagskrá, segir í fréttatilkynningunni frá félaginu Matur saga menning.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?