Freisting
Því ekki fiskmarkaði, rétt eins og grænmetismarkaði og bændamarkaði?
Fiskmarkaðir erlendis eru vinsælir
Ísland er þekkt fyrir frábæran fisk og góð fiskimið, en einhverra hluta vegna tíðkast ekki hér á landi að almenningur geti keypt ferskan fisk á hafnarbakkanum eða á fiskmarkaði. Þótt margir hafi sýnt hugmyndinni um fiskmarkað áhuga, hefur henni ekki verið fylgt eftir í framkvæmd hingað til.
Nú lítur út fyrir að hreyfing sé að komast á málið bæði í Reykjavík og víðar, og að þess sé ekki lagt að bíða að gestir og gangandi geti nálgast ferskan fisk á þennan lifandi og skemmtilega hátt.
Þær Þóra Valsdóttir, matvælafræðingur hjá Matís ohf og Brynhildur Pálsdóttir, matarhönnuður hjá Listaháskóla Íslands, kynna áhugaverða samantekt um möguleika fiskmarkaða á Íslandi á fundi félagsins Matur saga menning, fimmtudaginn 25. mars kl 17.00 í húsnæði Reykjavíkur Akademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Á undan fundinum, þ.e. frá kl 16.30-17.00 verður aðalfundur félagsins haldinn samkvæmt áður boðaðri dagskrá, segir í fréttatilkynningunni frá félaginu Matur saga menning.
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu