Frétt
Þrjátíu þúsund hafa sótt Ferðagjöfina
Nú hafa yfir þrjátíu þúsund einstaklingar sótt Ferðagjöfina sína. Allir einstaklingar 18 ára og eldri með lögheimili á Íslandi fá Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr.
Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónuveirufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðsvegar um landið. Hægt er að kynna sér Ferðagjöf á vefsíðunni www.ferdalag.is og sjá hvaða fyrirtæki taka þátt.
„Það er gott að þetta verkefni fari svona vel af stað og gaman að sjá hversu margir taka Ferðagjöfinni fagnandi. Markmiðin eru að hvetja Íslendinga til að ferðast um landið, styðja við ferðaþjónustuna og umfram allt njóta sumarsins á Íslandi. Við erum í þessu saman,“
segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í tilkynningu.
Stafræn lausn
Þar sem Ferðagjöfin er pappírslaus lausn er hún sótt í gegnum smáforrit. Notendur sem ekki vilja hlaða því niður geta nýtt sér Ísland.is til að sækja sína Ferðagjöf.
Við framkvæmd á Ferðagjöfinni er sérstaklega gætt að meðferð umbeðinna persónuupplýsinga, sem eru símanúmer og netfang viðkomandi. Þær verða aðeins notaðar af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í þeim tilgangi að sannreyna nýtingu Ferðagjafar. Ráðuneytið er ábyrgðaraðili Ferðagjafarinnar.
Komdu með!
Í vor fór af stað Komdu með! – hvatningarátak íslenskra stjórnvalda til að fá Íslendinga til að ferðast um landið og kaupa vörur og þjónustu. Ferðagjöf stjórnvalda er liður í því. Alls hafa rúmlega sex hundruð ferðaþjónustufyrirtæki skráð sig til leiks í Ferðagjöf, en það er þeim að kostnaðarlausu og eru þau hvött til að taka þátt. Ferðaþjónustufyrirtæki geta leitað til Ísland.is til að fá upplýsingar um hvernig þau geta skráð sig til þátttöku.
Ferðagjöfin nýtist ferðaþjónustunni beint og er hvati til Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og upplifa allt það sem Ísland hefur upp á að bjóða.
Komdu með á www.ferdalag.is þar sem nálgast má upplýsingar um Ferðagjöfina og þá fjölbreyttu ferðaþjónustu sem í boði er um allt land.
-
Frétt21 klukkustund síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum