Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Þrír Íslenskir kokkar opna Le KocK – Verða með PopUp í Mathöllinni á Hlemmi
Nýjasta viðbótin í röð kaupmanna á Hlemmi er Le KocK, en þeir sem standa á bak við Le KocK eru kokkarnir Karl Óskar Smárason, Knútur Hreiðarsson og Markús Ingi Guðnason.
Stefnt er á að hafa 10 framúrskarandi kaupmenn á Hlemmi og eru nokkur fyrirtæki búin að staðfesta komu sína, en það eru SKÁL, Micro Roast Te & Kaffi, Ísleifur heppni, Brauð&co, Kjöt & Fiskur, La Poblana (áður Taco Santo) og nú Le KocK sem verða þó einungis í sumar. Stefnt er á að opna mathöllina í júní ef allt gengur eftir.
Markús Ingi Guðnason starfaði á Koks í Færeyjum síðastliðið sumar sem sous chef og á undan því á Mat og drykk, en Markús lærði matreiðslu í Keiser University skólanum í Flórída. Knútur Hreiðarsson starfaði síðast á Mat og drykk, en hann lærði fræðin sín á Hótel Holti. Karl Óskar Smárason starfaði með þeim Knúti og Markúsi hjá Mat og drykk, en hann lærði fræðin sín á Vox restaurant.
Markús hætti störfum á Mat og drykk sem yfirkokkur í janúar 2016 og hóf þá störf á Koks eða þar til í lok ágúst í fyrra og fór þá í þróunarvinnu á Le KocK með þeim Karli og Knúti.
Það var síðan um áramótin s.l. sem að þeir Knútur og Karl létu af störfum á Mat og drykk og hófu með fullum krafti undirbúning á Le KocK og verða með PopUp stað í Mathöllinni á Hlemmi eða þar til í lok sumars.
Hvað tekur svo við eftir sumarið, opna veitingastað í Reykjavík?
“
Nei við ætlum að reyna að standa fast á þeirri stefnu sem við stöndum fyrir, sem er „street food“ eða götumatur. Við ætlum að opna matarvagn sem mun fyrst um sinn vera staðsettur hér í Reykjavík og síðan ferðast um landið.
Við komum til með að heimsækja mismunandi hátíðir sumarið 2018 sem og aðra staði. Markmiðið er að versla við bændur eða aðra minni kaupmenn á því svæði sem við erum
á þá stundina og aðlaga matseðilinn að þeim landshluta og þeirri vöru sem annaðhvort fæst þar eða vex villt.“
, sagði Knútur Hreiðarsson í samtali við veitingageirinn.is
Myndir: facebook / Le KocK
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana