Freisting
Þráinn og föruneyti kominn til Aix-Les-Bains og strax hafist handa… (Myndband)
Þráinn, Bjarni og Hákon skoða jurtirnar vandlega
Það voru þreyttir ferðalangar sem komust til Aix-Les-Bains í fyrrinótt eftir sólarhringsferðalag.
Hópurinn varð fyrir óvæntum töfum því tollurinn neitaði að afhenda cargo-ið, auk þess sem sendiferðabílinn sem átti að bíða á flugvellinum varð að sækja inn í miðja Parísarborg.
Þráinn kemur loks með sendiferðabílinn, hópnum til mikillar ánægju
Eftir mikið stapp og ítrekaðar símhringingar milli landa, tókst loks að redda réttum stimpli og fá vörurnar afhentar. Og á meðan þessu stóð sat Þráinn fastur á sendiferðabílnum í umferðarteppu. Þetta varð til þess að hópurinn sem beið á tollsvæðinu sat þar í fimm klukkustundir!
Bocuse-liðar létu þetta ekki á sig fá og eftir góðan nætursvefn var haldið í bæinn þar
skoðaður var jurtagarður sem á að heimsækja síðar og sækja kryddjurtir. Einnig var farið í stórmarkað og verslaðar ýmsar nauðsynjar. Með í ferð var leiðsögumaður frá RadissonBlu hótelinu þar sem hópurinn gistir.
Leiðsögumaðurinn frá Radisson Blu hótelinu stillir sér upp
Myndband úr kryddjurtaleiðangrinum má sjá hér að neðan og eins inn á vefsíðu þeirra hér
Þegar komið var aftur á hótelið var byrjað á að taka uppúr kössum til að auðvelda þegar eldhúsinu verður stillt upp fyrir keppni.
Myndir og texti: Atli Þór Erlendsson matreiðslunemi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið