Freisting
Þráinn og föruneyti kominn til Aix-Les-Bains og strax hafist handa… (Myndband)
Þráinn, Bjarni og Hákon skoða jurtirnar vandlega
Það voru þreyttir ferðalangar sem komust til Aix-Les-Bains í fyrrinótt eftir sólarhringsferðalag.
Hópurinn varð fyrir óvæntum töfum því tollurinn neitaði að afhenda cargo-ið, auk þess sem sendiferðabílinn sem átti að bíða á flugvellinum varð að sækja inn í miðja Parísarborg.
Þráinn kemur loks með sendiferðabílinn, hópnum til mikillar ánægju
Eftir mikið stapp og ítrekaðar símhringingar milli landa, tókst loks að redda réttum stimpli og fá vörurnar afhentar. Og á meðan þessu stóð sat Þráinn fastur á sendiferðabílnum í umferðarteppu. Þetta varð til þess að hópurinn sem beið á tollsvæðinu sat þar í fimm klukkustundir!
Bocuse-liðar létu þetta ekki á sig fá og eftir góðan nætursvefn var haldið í bæinn þar
skoðaður var jurtagarður sem á að heimsækja síðar og sækja kryddjurtir. Einnig var farið í stórmarkað og verslaðar ýmsar nauðsynjar. Með í ferð var leiðsögumaður frá RadissonBlu hótelinu þar sem hópurinn gistir.
Leiðsögumaðurinn frá Radisson Blu hótelinu stillir sér upp
Myndband úr kryddjurtaleiðangrinum má sjá hér að neðan og eins inn á vefsíðu þeirra hér
Þegar komið var aftur á hótelið var byrjað á að taka uppúr kössum til að auðvelda þegar eldhúsinu verður stillt upp fyrir keppni.
Myndir og texti: Atli Þór Erlendsson matreiðslunemi

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn