Vertu memm

Freisting

Þráinn og föruneyti kominn til Aix-Les-Bains og strax hafist handa… (Myndband)

Birting:

þann


Þráinn, Bjarni og Hákon skoða jurtirnar vandlega

Það voru þreyttir ferðalangar sem komust til Aix-Les-Bains í fyrrinótt eftir sólarhringsferðalag.

Hópurinn varð fyrir óvæntum töfum því tollurinn neitaði að afhenda cargo-ið, auk þess sem sendiferðabílinn sem átti að bíða á flugvellinum varð að sækja inn í miðja Parísarborg.


Þráinn kemur loks með sendiferðabílinn, hópnum til mikillar ánægju

Eftir mikið stapp og ítrekaðar símhringingar milli landa, tókst loks að redda réttum stimpli og fá vörurnar afhentar. Og á meðan þessu stóð sat Þráinn fastur á sendiferðabílnum í umferðarteppu. Þetta varð til þess að hópurinn sem beið á tollsvæðinu sat þar í fimm klukkustundir!

Bocuse-liðar létu þetta ekki á sig fá og eftir góðan nætursvefn var haldið í bæinn þar
skoðaður var jurtagarður sem á að heimsækja síðar og sækja kryddjurtir. Einnig var farið í stórmarkað og verslaðar ýmsar nauðsynjar. Með í ferð var leiðsögumaður frá RadissonBlu hótelinu þar sem hópurinn gistir.


Leiðsögumaðurinn frá Radisson Blu hótelinu stillir sér upp

Myndband úr kryddjurtaleiðangrinum má sjá hér að neðan og eins inn á vefsíðu þeirra hér

Þegar komið var aftur á hótelið var byrjað á að taka uppúr kössum til að auðvelda þegar eldhúsinu verður stillt upp fyrir keppni.

 

Myndir og texti: Atli Þór Erlendsson matreiðslunemi

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið