Vertu memm

Starfsmannavelta

Þórunn hjá Ásbirni Ólafssyni ræður sig sem forstöðumaður viðskiptatekna og sölu hjá Isavia

Birting:

þann

Þórunn Marinósdóttir

Þórunn Marinósdóttir

Þórunn Marinósdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Viðskiptatekna og sölu hjá Isavia þar sem hún ber ábyrgð á tekjum Isavia öðrum en flugtengdum tekjum, sem eru t.a.m. af verslun og þjónustu, bílastæðum ásamt samgöngum og fasteignum.

Áður starfaði Þórunn hjá Ásbirni Ólafssyni sem aðfanga- og gæðastjóri, sem framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar hjá Líflandi, þar sem hún rak meðal annars fimm verslanir fyrirtækisins ásamt því að leiða söludeildir á landbúnaðarsviði og matvælasviði.

Þórunn starfaði í 20 ár hjá Eimskip, lengst af sem forstöðumaður viðskiptaþjónustu. Þórunn lauk námi í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Hún hefur þegar hafið störf.

„Þekking og reynsla Þórunnar af þjónustumálum, sölumálum, verslunarrekstri og stefnumótun mun nýtast vel í þeim verkefnum sem framundan eru við að auka viðskiptatekjur og sölu á Keflavíkurflugvelli. Þórunn hefur mikla og farsæla reynslu sem stjórnandi og mun styrkja teymið enn frekar.

Við bjóðum hana hjartanlega velkomna og hlökkum til að takast á við verkefni framtíðar með henni,“

segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia.

„Ég er virkilega spennt að hefja störf hjá Isavia.  Þetta er lifandi vinnuumhverfi og mörg spennandi verkefni framundan enda eigum við von á því að allt að 5,7 milljón farþegar fari í gegnum Keflavíkurflugvöll í ár. Tækifærin eru því fjölmörg í að auka tekjur félagsins.

Hjá Isavia starfar fjölbreyttur og öflugur hópur af hæfileikaríku fólki sem ég er stolt af að fá að vinna með,“

segir Þórunn.

„Ég hef þá von og trú að þekking og reynsla Þórunnar muni styðja okkur í að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í þeim málaflokkum sem hún kemur til með að leiða. Hún kemur inn í öflugt stjórnendateymi og frábæran starfsmannahóp sem mun eflast með tilkomu hennar,“

bætti Guðmundur Daði við.

Mynd: Aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið