Starfsmannavelta
Þórunn hjá Ásbirni Ólafssyni ræður sig sem forstöðumaður viðskiptatekna og sölu hjá Isavia
Þórunn Marinósdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Viðskiptatekna og sölu hjá Isavia þar sem hún ber ábyrgð á tekjum Isavia öðrum en flugtengdum tekjum, sem eru t.a.m. af verslun og þjónustu, bílastæðum ásamt samgöngum og fasteignum.
Áður starfaði Þórunn hjá Ásbirni Ólafssyni sem aðfanga- og gæðastjóri, sem framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar hjá Líflandi, þar sem hún rak meðal annars fimm verslanir fyrirtækisins ásamt því að leiða söludeildir á landbúnaðarsviði og matvælasviði.
Þórunn starfaði í 20 ár hjá Eimskip, lengst af sem forstöðumaður viðskiptaþjónustu. Þórunn lauk námi í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Hún hefur þegar hafið störf.
„Þekking og reynsla Þórunnar af þjónustumálum, sölumálum, verslunarrekstri og stefnumótun mun nýtast vel í þeim verkefnum sem framundan eru við að auka viðskiptatekjur og sölu á Keflavíkurflugvelli. Þórunn hefur mikla og farsæla reynslu sem stjórnandi og mun styrkja teymið enn frekar.
Við bjóðum hana hjartanlega velkomna og hlökkum til að takast á við verkefni framtíðar með henni,“
segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia.
„Ég er virkilega spennt að hefja störf hjá Isavia. Þetta er lifandi vinnuumhverfi og mörg spennandi verkefni framundan enda eigum við von á því að allt að 5,7 milljón farþegar fari í gegnum Keflavíkurflugvöll í ár. Tækifærin eru því fjölmörg í að auka tekjur félagsins.
Hjá Isavia starfar fjölbreyttur og öflugur hópur af hæfileikaríku fólki sem ég er stolt af að fá að vinna með,“
segir Þórunn.
„Ég hef þá von og trú að þekking og reynsla Þórunnar muni styðja okkur í að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í þeim málaflokkum sem hún kemur til með að leiða. Hún kemur inn í öflugt stjórnendateymi og frábæran starfsmannahóp sem mun eflast með tilkomu hennar,“
bætti Guðmundur Daði við.
Mynd: Aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit