Freisting
Þorrinn, maturinn, siðirnir
Þorrinn er gengin í garð og eru mörg hver veitingahús sem bjóða upp á Þorramat, í þá bæði ramm Íslenskum hætti og nýtiskulegum.
Í þættinum „Vítt og breytt“ á Ruv n.t. á Rás 1 kemur Þorramaturinn talsvert við sögu. Meðal annars í broti úr gömlu viðtali við Halldór S. Gröndal, fyrsta veitingamann í Naustinu og Jón Björnsson leiðir enn hugann að furðum matarins í pistli sínum. Aðalsteinn Davíðsson fræðir um orðið hjón að gefnu tilefni, og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur kemur í þorraspjall.
Þorramatur í Naustinu
Halldór S. Gröndal veitingamaður í Nausti varð fyrstur til að bjóða gestum og gangandi upp á þorramat. Hér er flutt brot úr viðtali frá 1989 við Halldór þar sem hann segir frá hvernig hugmyndin var til komin.
Daglegt mál
Aðalsteinn Davíðsson málfarsráðunautur fræðir um orðið hjón að gefnu tilefni.
Á öðrum fæti kringum bæinn ?
Árni Björnsson þjóðháttafræðingur talar um hvenær Þorra og þorrablóta er fyrst getið, hvað er hæft í siðvenjum sem sagt er að tengist Bóndadegi, en einnig um vandann við að skrásetja nýja háttu.
Orðabók um furður hversdagslegar hluta
Jón Björnsson leiðir enn hugann að furðum matarins. Hann talar nú um vondan mat og meintan vondan mat.
Hlustið á þáttinn hér
Umsjónarmaður „Vítt og breytt“ er Hanna G. Sigurðardóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





