KM
Þorrafundur KM
Kæru félagar!
Þorrafundur Klúbbs Matreiðslumeistara 2010 verður haldinn þriðjudaginn 2. febrúar n.k.
Hefst hann með móttöku kl. 18.00 stundvíslega í glænýju veislueldhúsi- og skrifstofum
Undrakokksins í Múlakaffi við Hallarmúla ( gengið inn á bak við í portið )
Jóhannes bíður eitthvað gott í gogginn og sýnir okkur fyrirtæki sitt sem er stærsta
veisluþjónusta landsins.
Kl 19.00 liggur leiðin að Viðeyjarferjunni ( skiptumst í einkabíla ) og í Viðey munum við blóta þorrann fram á kvöldið ásamt því að halda léttan fund.
Frásögn okkar manna frá alheimsþingi í Chile ásamt þátttöku í ungliðakeppninni þar sem og nýafstaðin keppnin Matreiðslumaður Norðurlanda verða á dagsskrá.
Sérlegur gestur okkar verður Þórir Gunnarsson matreiðslumeistari, Eins og flestir vita þá fluttu hann og fjölskyldan til Prag fyrir margt löngu eftir langa og farsæla veitingamennsku í Reykjavík og hafa þau verið umsvifamikil í greininni þar í landi ásamt því að Þórir hefur verið ræðismaður Íslands í Tékklandi.
Sitthvað fleira gaman og happdrættið góða.
Munið kokkajakka og svartar buxur
Matarverð með ferju kr 2.800/-
Stjórnin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





