KM
Þorrafundur KM
Kæru félagar!
Þorrafundur Klúbbs Matreiðslumeistara 2010 verður haldinn þriðjudaginn 2. febrúar n.k.
Hefst hann með móttöku kl. 18.00 stundvíslega í glænýju veislueldhúsi- og skrifstofum
Undrakokksins í Múlakaffi við Hallarmúla ( gengið inn á bak við í portið )
Jóhannes bíður eitthvað gott í gogginn og sýnir okkur fyrirtæki sitt sem er stærsta
veisluþjónusta landsins.
Kl 19.00 liggur leiðin að Viðeyjarferjunni ( skiptumst í einkabíla ) og í Viðey munum við blóta þorrann fram á kvöldið ásamt því að halda léttan fund.
Frásögn okkar manna frá alheimsþingi í Chile ásamt þátttöku í ungliðakeppninni þar sem og nýafstaðin keppnin Matreiðslumaður Norðurlanda verða á dagsskrá.
Sérlegur gestur okkar verður Þórir Gunnarsson matreiðslumeistari, Eins og flestir vita þá fluttu hann og fjölskyldan til Prag fyrir margt löngu eftir langa og farsæla veitingamennsku í Reykjavík og hafa þau verið umsvifamikil í greininni þar í landi ásamt því að Þórir hefur verið ræðismaður Íslands í Tékklandi.
Sitthvað fleira gaman og happdrættið góða.
Munið kokkajakka og svartar buxur
Matarverð með ferju kr 2.800/-
Stjórnin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt4 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun