Freisting
Þorláksmessa í dag
Skata hefur lengi verið snædd á Þorláksmessu en nýmæli eru að reiða hana fram á Þorláksmessu að sumri.
Í dag er Þorláksmessa og að því tilefni efnir Lionsklúbburinn á Ísafirði til skötuveislu í Tjöruhúsinu í hádeginu í dag. Kári Jóhannsson hjá Lions segir að klúbburinn hafi um árabil selt kæsta skötu og þá aðallega í desember í kringum Þorláksmessu að vetri.
Ágóða af skötusölu notar klúbburinn í góðgerðarstarf. Það er ekki á hverjum degi sem ilmurinn af kæstri skötu finnst fyrir utan hinn hefðbundna skötutíma og vafalaust munu margir fagna því en einhverjir syrgja fnykinn eflaust. Messa Þorláks Þórhallssonar biskups sem haldin er í desember miðast við ártíð hans en hann lést sextugur að aldri 23. desember árið 1193.
Jarðneskar leifar Þorláks voru teknar upp og lagðar í skrín í Skálholtskirkju þann 20. júlí 1198 og var Þorláksmessa að sumri lögfest árið 1237 og var ein mesta hátíð ársins fyrir siðaskipti.
Skata hefur lengi verið snædd á Þorláksmessu en nýmæli eru að reiða hana fram á Þorláksmessu að sumri.
Greint frá á Vestfirska fréttavefnum bb.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit