Freisting
Þorláksmessa í dag

Skata hefur lengi verið snædd á Þorláksmessu en nýmæli eru að reiða hana fram á Þorláksmessu að sumri.
Í dag er Þorláksmessa og að því tilefni efnir Lionsklúbburinn á Ísafirði til skötuveislu í Tjöruhúsinu í hádeginu í dag. Kári Jóhannsson hjá Lions segir að klúbburinn hafi um árabil selt kæsta skötu og þá aðallega í desember í kringum Þorláksmessu að vetri.
Ágóða af skötusölu notar klúbburinn í góðgerðarstarf. Það er ekki á hverjum degi sem ilmurinn af kæstri skötu finnst fyrir utan hinn hefðbundna skötutíma og vafalaust munu margir fagna því en einhverjir syrgja fnykinn eflaust. Messa Þorláks Þórhallssonar biskups sem haldin er í desember miðast við ártíð hans en hann lést sextugur að aldri 23. desember árið 1193.
Jarðneskar leifar Þorláks voru teknar upp og lagðar í skrín í Skálholtskirkju þann 20. júlí 1198 og var Þorláksmessa að sumri lögfest árið 1237 og var ein mesta hátíð ársins fyrir siðaskipti.
Skata hefur lengi verið snædd á Þorláksmessu en nýmæli eru að reiða hana fram á Þorláksmessu að sumri.
Greint frá á Vestfirska fréttavefnum bb.is
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn5 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar





