Freisting
Þórarinn Eggertsson kaupir veitingastaðinn Tveir Fiskar
|
Þórarinn Eggertsson eða Tóti Chef eins og hann er kallaður keypti veitingastaðinn Tveir Fiskar í gærdag af stórmeistaranum Gissuri Guðmundsyni.
Fréttamaður sló á þráðinn til Tóta og forvitnaðist aðeins um kaupin.
Sæll vertu Tóti, og til hamingju með með nýja veitingastaðinn
Já takk fyrir
Svo ég byrji á því að spyrja, hvers vegna að fara út í veitingarekstur?
Tja, er þetta ekki það sem alla fagmenn dreymir um ?
Kemurðu til með að halda nafninu Tveir Fiskar?
Já, en við komum til með að breyta logo-inu.
Við..!! Hverjir eru við?
Ég og faðir minn hann Eggert Þór Sveinbjörnsson, en við keyptum staðinn saman eftir að ég fékk leyfi hjá konunni.
Kemur faðir þinn til með að fylgjast vel með syninum?
Já sem gestur, enda kröfuharður sælkeri
Verðmiðinn á Tveimur fiskum?
Það er ekki gefið upp, en það má segja að það hafi verið sanngjarnt fyrir báða aðila.
Kemurðu til með að breyta?
Já, það verður þó nokkur breyting, en verður óbreytt út árið og strax í janúar 2008 komum við til með að loka staðnum í 1-2 vikur.
Hvernig breyting verður?
Í raun og veru að setja staðinn í ný föt og eins að stækka barinn og veitingasalinn. Einnig ætlum við að taka kjallarann í notkun, en þar verða fundarherbergi og einnig verða á boðstólum sælkeraveislur. Annar salurinn kemur til með að taka 15+ manns og hinn 20+ manns og verða salirnir útbúnir öllum nýjustu tækjum og búnaði til fundarhalda ofl.
Áherslur á mat og þjónustu?
Ég kem til með að vera svolítið villtur í eldhúsinu, en það verður að koma í ljós síðar meir hvernig því verður háttað. Maturinn verður íslenskur-franskur og vínið kemur til með eiga stóran sess á veitingastaðnum.
Nú ertu í Kokkalandsliðinu, kemurðu til með að halda áfram þar sem meðlimur?
já og er langt í frá að fara hætta þar, enda allt á fullu við undirbúning fyrir ólympíuleikana í október 2008.
Til gamans má geta þess að Gissur Guðmundsson, fyrrverandi eigandi að Tveimur fiskum og verðandi forseti WACS, átti einnig merkilegan dag í gær en hann eignaðist stóran og myndarlegan strák og óskum við honum til hamingju með nýja erfingjann.
Við hér hjá Freisting.is óskum Þórarni innilega til hamingu með nýja veitingastaðinn.
Mynd: Jón Svavarsson | [email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum