Frétt
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
Fimm árum eftir að fyrrverandi ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, gerði breytingar á lágmarkslaunum en ekki fyrir starfsmenn í veitingageiranum, hafa nokkrir löggjafar ríkisins lagt fram frumvarp til að leiðrétta það.
Frumvarpið krefst þess að atvinnurekendur í New York borgi starfsmönnum sínum lágmarkslaun og þjórfé bætist síðan ofan á, sem myndi afnema núverandi kerfi.
Samkvæmt núgildandi lögum geta veitingahúsaeigendur í New York borg dregið frá $5,15-$5,50 á klukkustund í þjórfé (fer eftir staðsetningu), á meðan aðrir atvinnurekendur geta aðeins dregið frá $2,60-$2,75 á klukkustund. Fyrir valda starfsmenn eins og hárgreiðslufólk og dyraverði verður lágmarks-launakerfið afnumið fyrir 31. desember 2025, en starfsmenn veitingageirans eru ekki inni í þeim samning.
Samtökin One Fair Wage segja að frumvarpið myndi gagnast hundruðum þúsunda starfsmanna um allt ríkið með því að tryggja sanngjörn laun, draga úr ósamræmi í þjórfé og takast á við mismunun sem hefur óhófleg áhrif á konur og litaða starfsmenn, að því er fram kemur á fréttavefnum Reuters.
New York hefur íhugað að banna þjórfé síðan árið 2018.
„Við náðum árangri með breytingar á lágmarkslaununum, nema að starfsmenn veitingageirans hafa stöðugt verið skildir út úr því ferli,“
sagði þingkonan, Jessica González-Rojas við kynningu frumvarpsins í síðustu viku.
Nú hafa sjö ríki bannað þjórfé: Alaska, Kalifornía, Minnesota, Montana, Nevada, Oregon og Washington, auk einstakra borga eins og Chicago, sem samþykkti breytingar á lágmarkslaunum í október 2023.
Mynd: úr myndasafni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar






