Vertu memm

Frétt

Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé

Birting:

þann

New York

New York

Fimm árum eftir að fyrrverandi ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, gerði breytingar á lágmarkslaunum en ekki fyrir starfsmenn í veitingageiranum, hafa nokkrir löggjafar ríkisins lagt fram frumvarp til að leiðrétta það.

Frumvarpið krefst þess að atvinnurekendur í New York borgi starfsmönnum sínum lágmarkslaun og þjórfé bætist síðan ofan á, sem myndi afnema núverandi kerfi.

Samkvæmt núgildandi lögum geta veitingahúsaeigendur í New York borg dregið frá $5,15-$5,50 á klukkustund í þjórfé (fer eftir staðsetningu), á meðan aðrir atvinnurekendur geta aðeins dregið frá $2,60-$2,75 á klukkustund. Fyrir valda starfsmenn eins og hárgreiðslufólk og dyraverði verður lágmarks-launakerfið afnumið fyrir 31. desember 2025, en starfsmenn veitingageirans eru ekki inni í þeim samning.

Samtökin One Fair Wage segja að frumvarpið myndi gagnast hundruðum þúsunda starfsmanna um allt ríkið með því að tryggja sanngjörn laun, draga úr ósamræmi í þjórfé og takast á við mismunun sem hefur óhófleg áhrif á konur og litaða starfsmenn, að því er fram kemur á fréttavefnum Reuters.

New York hefur íhugað að banna þjórfé síðan árið 2018.

„Við náðum árangri með breytingar á lágmarkslaununum, nema að starfsmenn veitingageirans hafa stöðugt verið skildir út úr því ferli,“

sagði þingkonan, Jessica González-Rojas við kynningu frumvarpsins í síðustu viku.

Nú hafa sjö ríki bannað þjórfé: Alaska, Kalifornía, Minnesota, Montana, Nevada, Oregon og Washington, auk einstakra borga eins og Chicago, sem samþykkti breytingar á lágmarkslaunum í október 2023.

Mynd: úr myndasafni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið