Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þjóðarrétturinn lambakjöt í öndvegi á Héraði

Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, Guðjón Rúnar matreiðslumeistari og Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts.
Icelandair Hotels og Markaðsráð kindakjöts skrifuðu undir ótímabundinn samstarfsamning á Icelandair hótel Héraði á Egilsstöðum í dag um að setja þjóðarréttinn íslenskt lambakjöt í öndvegi á veitingastöðum fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu segir að móðurfélagið Icelandair, er stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og rekur fjölda hótela og veitingastaða ásamt bílaleigu og flugfélagi.
Sérstakt lambakjötssumar á Icelandair- og Edduhótelum í sumar
Lambakjöti verður gert sérstaklega hátt undir höfði á á öllum 8 veitingastöðum Edduhótelanna í sumar ásamt Icelandair hótel Héraði, Icelandair hótel Akureyri og veitingastaðnum VOX að Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Þjóðarrétturinn lambakjöt
Klúbbur matreiðslumeistara fékk Gallup nýverið til að gera könnun á því hvað Íslendingar telja vera þjóðarréttinn. Um 74% telja það vera lambakjöt og lambakjötsrétti. Markaðsráð kindakjöts og Icelandair Hotels vilja kynna þjóðarréttinn fyrir erlendum ferðamönnum.
Skýrslu Gallup má finna með því að smella hér.
Stór samningur um kynningu á íslenskum mat fyrir erlendum ferðamönnum
Fyrrnefndur samstarfssamningur er hluti af átaki Markaðsráðs kindakjöts sem hrundið var af stað í desember til að kynna þjóðarréttinn lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum undir sérstöku upprunamerki. Þar er lögð áhersla á sérstöðu, uppruna og gæði íslensks lambakjöts og annarra íslenskra sauðfjárafurða. Framundan er margvísleg kynning á íslenskri sauðfjárrækt og afurðum fyrir erlenda ferðamenn.

Skjöldur með merki Markaðsráðs kindakjöts hengt upp.
Formlegt samstarf Icelandair Hotels Héraði á Egilsstöðum og Markaðsráðs kindakjöts um að setja þjóðarréttinn íslenskt lambakjöt í öndvegi.
Samtals eru um 60-70 veitingastaðir, verslanir, framleiðendur og dreifingaraðilar í samstarfi við Markaðsráð kindakjöts í þessu verkefni og fer fjölgandi. Meðal þeirra eru flestir af virtustu veitingastöðum landsins. Þeir munu geta notað upprunamerkið í öllu markaðsefni, á vefnum, í matseðlum o.s.frv. og verða sérstaklega merktir. Samningurinn við Icelandair Hotels er stærsti einstaki samningurinn og stærsti samningur þessarar gerðar sem gerður hefur verið hér á landi, að því er fram kemur í tilkynningu.
Aðrar íslenskar sauðfjárafurðir, eins og ull, gærur, lopapeysur og handverk verða einnig auðkenndar með merkinu enda sé hráefnið sannarlega íslenskt. Í tilkynningu segir að þetta er langstærsta átak af þessu tagi sem ráðist hefur verið í.
Myndir: Kormákur Máni Hafsteinsson / Kox

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata