Viðtöl, örfréttir & frumraun
„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
Enn og aftur hefur nafn og ímynd Gunnars Karls Gíslasonar, Michelin-kokks, verið misnotuð í tengslum við svokallaðar svindlsíður sem auglýsa vörur í hans nafni án hans samþykkis. Um er að ræða endurtekið mynstur þar sem ljósmyndir og fullyrðingar um meðmæli eru settar fram til að auka trúverðugleika vafasamra netverslana.
Í nóvember síðastliðnum komu upp tvær slíkar heimasíður þar sem Gunnar Karl átti að hafa mælt með pönnum, skurðarbrettum og öðrum eldhúsbúnaði. Hann tilkynnti málið þá þegar og virtist sú aðgerð bera einhvern árangur. Í dag er vefslóðin titannord.com óvirk, en þegar reynt er að fara inn á titanicraft.com er notendum nú áframsent á aurevaisland.com, sem samkvæmt öllum ytri merkjum virðist vera enn ein svindlsíðan í sama dúr.
Sjá einnig: Gunnar Karl segir markaðsefni Titanicraft algjörlega á skjön við raunveruleikann
- Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður
- Ragnar Eiríksson matreiðslumaður
Nú hefur þriðja heimasíðan bæst í hópinn. Hún ber heitið Takumi Hrafn (takumihrafn.store) og auglýsir sölu á hnífum sem sagðir eru „mælt með af fagfólki“. Þar er Gunnar Karl áberandi í kynningarefni, ásamt fleiri íslenskum fagmönnum, þar á meðal Ragnar Eiríksson matreiðslumanni og Ólafur Örn framreiðslumanni.
„Þetta er galið,“
segir Gunnar Karl í samtali við Veitingageirinn.is þegar hann er spurður út í nýju heimasíðuna.
Við nánari skoðun á heimasíðunni Takumi Hrafn kemur í ljós að hún er alfarið á íslensku, en fjölmargir textar bera skýr merki vélþýðingar og virðast vera orðréttar þýðingar úr erlendu efni, líkast til með Google Translate. Slíkt dregur enn frekar úr trúverðugleika síðunnar.
Facebook-síða Takumi Hrafn var stofnuð fyrir aðeins fimm dögum og inniheldur afar takmarkað efni. Engar skýrar upplýsingar eru þar að finna um rekstur, ábyrgðaraðila eða tengiliði, sem er algengt einkenni síðna sem settar eru upp í skamman tíma í þeim tilgangi að blekkja neytendur.
Veitingageirinn.is hvetur fagfólk jafnt sem almenning til að sýna aðgát þegar vörur eru keyptar á netinu, sérstaklega þegar auglýsingar byggja á meðmælum þekktra einstaklinga. Jafnframt er mikilvægt að þeir sem verða varir við slíka misnotkun tilkynni hana til viðeigandi aðila og láti fjölmiðla vita, svo unnt sé að vara aðra við.
Myndir: Skjáskot af auglýsingum á Facebook og skjáskot af heimasíðunni takumihrafn.store
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni6 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins
-
Markaðurinn6 dagar síðanLétt og rjómakennt eggjasalat með grískri jógúrt









