Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þessir veitingastaðir verða í nýju mathöllinni á Selfossi – Aðeins eitt rými óráðstafað

Birting:

þann

Mathöllin á Selfossi

Hálfdán og Þórður Orri hönnuðir, í rýminu uppi í risi.

Átta nýir veitingastaðir verða í nýrri mathöll sem opna mun í sumar í endurreistu Mjólkurbúi Flóamanna í miðbæ Selfoss. Í Mjólkurbúinu verður einnig bjórgarður, vínbar og stærðarinnar matar- og upplifunarsýning sem fengið hefur nafnið Skyrland.

Átta veitingastaðir, tveir barir og sýning

Þeir veitingastaðir sem verða eru Flatey Pizza, Smiðjan Brugghús verður með hamborgarastað og bjórgarð (bar). Nýir staðir verða í mathöllinni en þeir heita Pasta Romano (pasta) og El Dordito (Taco).

Á sýningunni sem heitir Skyrland verður veitingastaður með skálar og boozt sem því tengist. Aðrir staðir óska nafnleyndar að sinni.

Einn bás laus í einni stærstu mathöll landsins

Vignir Guðjónsson er talsmaður verkefnisins og segir hann í samtali við Veitingageirann að einungis einn bás sé á lausu.

„Það hefur gengið mjög vel að raða inn í þessa bása og það er aðeins einn þeirra óráðstafaður. Það er stærsti básinn í húsinu, tæpir 30 fermetrar og er hugsaður sem staður í ákveðnum gæðaklassa, ekki ósvipaður Skál, Kröst, Hipstur og slíkum stöðum sem við þekkjum frá öðrum mathöllum,“

segir Vignir.

Mikið er lagt í hönnun og alla umgjörð í Mjólkurbúinu. Innanhússhönnun er í höndum Hálfdán Pedersen, sem hannað hefur nokkra af vinsælustu veitingastöðum landsins, svo sem Snaps, Kex og Sumac.

„Mjólkurbúið er hjartað í þessum fyrsta áfanga nýs miðbæjar. Húsið er afar tignarlegt og blasir við þegar komið er yfir Ölfusárbrúna. Selfoss er í miðju helsta ferðamannasvæðis landsins og skemmtileg matarupplifun verður sífellt stærri hluti ferðaþjónustu.

Hér er stöðugur straumur sumarbústaðafólks og höfuðborgarbúa að sækja sér uppliftingu og svo styttist í erlendu ferðamennina. Við höfum mikla sannfæringu fyrir því að Mjólkurbúið verði eitt helsta kennileiti og aðdráttarafl á Suðurlandi,“

segir Vignir.

Í nýja miðbænum á Selfossi er teflt saman nýju og gömlu á spennandi hátt. Alls verða reist 35 hús, sem öll hafa áður staðið á Íslandi, en urðu eldi eða eyðileggingu að bráð. Húsin eru í þessum klassíska íslenska stíl, en eru ný og vönduð og í þeim fjölbreytt nútíma miðbæjarstarfsemi, svo sem veitingahús, verslanir, þjónusta og íbúðir. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður opnaður núna í júní 2021.

Mjólkurbúið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og upphaflega byggt á Selfossi árið 1929 en rifið aðeins 25 árum síðar. Endurbyggt húsið er hið stærsta í nýjum miðbæ Selfoss, um 1.500 fermetrar að stærð á þremur hæðum sem tengjast saman í fallegu miðrými með háum bogadregnum gluggum. Áætlað er að dyrnar í Mjólkurbúinu opni í byrjun júní næstkomandi.

Kíkið á www.mathollselfoss.is fyrir fleiri myndir og upplýsingar.

Sjá einnig:

Ný mathöll opnar í gamla Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi

Mynd: aðsend:

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið