Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þessir veitingastaðir verða í Mathöll Höfða

Birting:

þann

Höfðinn - Bíldshöfði 9 í Reykjavík

Mathöllin opnar í lok febrúar að Bíldshöfða 9 í Reykjavík.
Mynd: skjáskot af google korti.

„Það er allt komið á fullt og þetta er farið að taka á sig fallega mynd,“

segir Steingerður Þorgilsdóttir, einn eigenda Mathallar Höfða í samtali við Morgunblaðið.

Culiacan

Steingerður Þorgilsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir standa að opnun mathallarinnar.
Mynd: aðsend

Til stóð að opna mathöllina í desember s.l., en nú er stefnt á að opna í lok næsta mánaðar á Bíldshöfða 9.

Þeir veitingastaðir sem verða í Mathöll Höfða eru (ath. að ekki er um að ræða endanlegur listi):

  • Culiacan
  • Svangi Mangi og hluti af básnum verður einnig brugghúsið Beljandi
  • Gastro Truck
  • Wok On
  • Indian Grill
  • Íslenska flatbakan
  • Hipstur

„Það verður eitthvað í gangi allan daginn hjá okkur. Þú getur komið og fengið þér morgundjús eða kaffi þegar þú ferð á heilsugæsluna við hliðina á morgnana. Svo verður bakkelsi í kaffitímanum, þetta eru ekki eingöngu matartímarnir,“

segir Steingerður að lokum.

Þessi færsla hér að neðan var birt á facebook 12. desember s.l.:

Posted by Mathöll Höfða on Wednesday, 12 December 2018

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið