Keppni
Þessir barþjónar komust áfram í Tipsy og Grey Goose kokteilkeppninni – Aðalkeppnin fer fram miðvikudaginn 7. febrúar
Metskráning var í Kokteilkeppni Tipsý og Gray Goose. En yfir 150 mjög metnaðarfullar innsendingar bárust í keppnina, sem er mesta skráning í kokteilkeppni hér á landi sem er vitað um að mati aðstandanda og fróðra aðila í bransanum.
Sjá einnig: Kokteilkeppni Tipsý og Grey Goose
Sérfræðingar frá Tipsy völdu svo þá 12 kokteila sem stóð uppúr út frá uppskriftum, myndum og lýsingum. Barþjónarnir sem áttu þessar 12 uppskriftir kepptu í forkeppninni í dag, mánudaginn 5. febrúar.
Þeir barþjónar sem komust áfram eru, ath. kokteilar og keppendur í engri sérstakri röð:
- The French Dispatch – Daníel Oddsson, Jungle
- Beurre Blackout – Jóhann Orri Briem, Apotek
- A Buttery Goose – Jakob Alf Arnarsson, Monkeys
- Napóleon Banantarte – Ólafur Andri Benediktsson, Jungle
- Coq-tail Au Vin – Elmar Arnaldsson, Centrum
- Le Breakfaste – Martin Cabejsek, Kjarval
- Goose On The Loose, Deividas Deltuvas, Sæta Svínið
- L’Onion – Heimir Þór Morthens, Drykk
- I’m a crêpe, what the hall am I doin’ here? – Martyn Lourenco, Kol
- Honey, I’m Home – Birkir Tjörvi Pálsson, Jungle
- CoChant – Motiejus Bubelis, Drykk
- Pearfect – Liv Sunneva, OTO
Vilja móthaldarar þakka öllum sem sendu inn kokteilauppskrift.
Minnum svo á aðalkeppnina miðvikudaginn 7. febrúar þar sem 5 kokteilar keppa til úrslita. Auðunn Blöndal er kynnir kvöldsins og meðal dómara er Steindi Jr. Benni B-ruff sér um að þeyta skífum og þetta verður geggjað gaman!
Kokteilsmakk og kokteilar á kynningarverði.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






