Keppni
Þessir barþjónar keppa til úrslita í Jim Beam kokteilakeppninni 14. maí
Búið er að dæma í forkeppni Jim Beam kokteilakeppninnar og velja þá 8 barþjóna sem munu etja kappi á úrslitakvöldinu. Líkt og áður voru innsendingar dæmdar “blint”, sem þýðir að dómarar höfðu enga leið til að rekja innsendingar til höfunda.
Óhætt er að segja að dómnefndin hafi fengið erfitt verkefni enda ótrúlega spennandi drykkir á meðal innsendinga. Að lokum þurfti að fækka keppendum niður í þá 8 sem keppa munu til úrslita.
Eftirfarandi aðilar munu etja kappi á Dillon (efri hæð), mánudaginn 14. maí kl. 19:30
- Alana Hudkins – Slippbarinn
- Fannar Logi – Sushi Social
- Heiðrún Mjöll – ROK
- Jónmundur Þorsteinsson – Apótek
- Martin Lourenco – KOL
- Patrick Örn Hansen – Public House Gastropub
- Sunneva Bjarnadóttir – Sumac
- Tomasz Bidzinski – Hverfisgata 12
Á sama tíma og við óskum þessum barþjónum til hamingju, viljum við þakka öllum sem sendu inn sína drykki og hvetjum alla til að líta við á Dillon og sjá færustu barþjóna landsins keppa sín á milli.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt