Keppni
Þessir barþjónar keppa til úrslita í Jim Beam kokteilakeppninni 14. maí
Búið er að dæma í forkeppni Jim Beam kokteilakeppninnar og velja þá 8 barþjóna sem munu etja kappi á úrslitakvöldinu. Líkt og áður voru innsendingar dæmdar “blint”, sem þýðir að dómarar höfðu enga leið til að rekja innsendingar til höfunda.
Óhætt er að segja að dómnefndin hafi fengið erfitt verkefni enda ótrúlega spennandi drykkir á meðal innsendinga. Að lokum þurfti að fækka keppendum niður í þá 8 sem keppa munu til úrslita.
Eftirfarandi aðilar munu etja kappi á Dillon (efri hæð), mánudaginn 14. maí kl. 19:30
- Alana Hudkins – Slippbarinn
- Fannar Logi – Sushi Social
- Heiðrún Mjöll – ROK
- Jónmundur Þorsteinsson – Apótek
- Martin Lourenco – KOL
- Patrick Örn Hansen – Public House Gastropub
- Sunneva Bjarnadóttir – Sumac
- Tomasz Bidzinski – Hverfisgata 12
Á sama tíma og við óskum þessum barþjónum til hamingju, viljum við þakka öllum sem sendu inn sína drykki og hvetjum alla til að líta við á Dillon og sjá færustu barþjóna landsins keppa sín á milli.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið