Markaðurinn
Thermomix nú loksins fáanlegt á Íslandi
Thermomix er þó alls ekki nýtt á markaði, heldur kom það fyrst á markað árið 1961, þá sem blandari. 1971 kom á markað ný týpa m.a. með innbyggðri hitastillingu. Thermomix er selt út um allan heim og nýtur sívaxandi vinsælda.
Þetta er einstakt eldhústæki með tólf ólíka notkunarmöguleika og kemur nú með stafrænu stjórnborði og uppskriftum sem fylgja. Hægt er að kaupa aukalega netlykilinn Cook-key til að wi-fi tengja og uppfæra vélina en einnig til að nálgast þúsundir uppskrifta.
Thermomix er með 10 hraðastillingar (frá 40 rpm – 10.400 rpm), nákvæma hita- og tímastillingu og innbyggða vigt. Thermomix er snilld til að saxa grænmeti og lauk, útbúa súpur og sósur, kryddolíur, pestó, majónes, béarnaise, heitar karamellu- og súkkulaðisósur og ganache.
Thermomix er framleitt í Þýskalandi og Frakklandi af þýska fyrirtækinu Vorwerk sem hefur verið starfandi frá árinu 1884. Margir kannast við Thermomix eftir að hafa búið og starfað erlendis. Eldhústöfrar ehf. er opinber dreifingaraðili Vorwerk á Íslandi.
Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar í verslun og sýningaraðstöðu Eldhústöfra í Síðumúla 29, í síma 696-7186 eða í gegnum netfangið [email protected].
Heimasíða: www.eldhustofrar.is
Vissir þú að Thermomix er með innbyggða nákvæma hitastýringu? Algjör snilld fyrir konfektið og súkkulaðikökurnar ?
Posted by Thermomix á Íslandi on Friday, 23 November 2018
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati