Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þennan veitingastað þarftu að heimsækja ef þú ferð á Egilstaði – Fluttu inn handsmíðaðan eldofn
Glæsilegar breytingar hafa verið gerðar á veitingastaðnum Glóð á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum.
Keyrslueldhúsið á veitingastaðnum var rifið niður og því snúið og einnig stækkað fram í salinn og er það núna opið. Ekki voru gerðar stórvægilegar breytingar á salnum sjálfum en þó var skipt um stóla og ljós. Einnig var opnað í Ölstofuna Lounge sem er þá í leiðinni barinn fyrir Glóð.
Einnig voru gerðar endurbætur og breytingar á vinnslueldhúsi á neðri hæð, framleiðslueldhúsi og bakaríi. Um hönnunina sá Þráinn Lárusson með dyggri aðstoð Heiðrúnar Ágústsdóttur, en hann er eigandi 701 Hótels ehf. á Austurlandi sem á og rekur Hótel Hallormsstað, Hótel Valaskjálf og veitingastaðinn Salt og Skálinn Diner á Egilsstöðum.
Glóð var áður steikhús og hefur nú breytt um matargerð og er Ítölsk matargerð í hávegum höfð.
„Fundum að það var meiri áhugi á þeirri línu.“
Sagði Þráinn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um matargerðina og bætir við:
„Einnig munum við einbeita okkur á því að vera með mjög góð verð og lágmarks álagningu á víni. Stefnum á það að geta boðið upp á drykkjarhæf vín undir 4000 kalli og síðan upp úr“.
Handsmíðaður eldofn
Fluttur var inn glæsilegur handsmíðaður eldofn frá Esposito Forni á Ítalíu sem prýðir veitingasalinn á Glóð, en hann var keyptur í gegnum Bako Ísberg.
„Ég fór út til Ítalíu á sýningu og skoðaði ofna frá mörgum fyrirtækjum en leist best á ofna frá þeim. Þeir handsmíða ofnana stein fyrir stein sem er ekki endilega algengt lengur. Ég er síðan búinn að heimsækja framleiðandann og það styrkti mig enn frekar í trúnni á þessa ofna.
Ég er ekki ókunnugur eldofnum en ég flutti inn einn af fyrstu eldofnunum sem hingað til lands hafa komið fyrir 32 árum frá Ambrogi í Mílanó. Átti reyndar tvo slíka. Ambrogi hafa smíðað ofna frá því fyrir stríð. Mér líkaði vel við þá á sínum tíma og ætlaði auðvitað að snúa mér til þeirra aftur en þeir hafa, að mínu mati, því miður ekki þróað sig í takt við kröfur dagsins í dag eins og með snúningsplötu til dæmis.“
Glóð hefur fengið til liðs við sig pizzubakarann Remo Nafra en hann kemur frá Róm. Remo er menntaður pizzubakari, mikill fagmaður og hefur gríðarlegan metnað fyrir starfi sínu.
„Hann er reyndar alls ekki til í að stíga mikið út fyrri hinn heilaga ramma sem pizza hefur hjá Ítölum. Sem er allt í lagi, því að við tókum strax í upphafi þá ákvörðun að hafa pizzurnar algjörlega ítalskar og notum eingöngu Ítalskt hráefni.“
Sagði Þráinn.
Girnilegir réttir
Þessa dagana er verið að keyra á óformlegum matseðlum á meðan er verið að þreifa á rennslinu. Réttirnir á matseðlunum eru virkilega girnilegir eins og sjá má á meðfylgjandi myndum (Smellið á myndir til að stækka).
Hótel Valaskjálf
Hótel Valaskjálf telur 39 herbergi og eru öll ný uppgerð síðan 2015. Þingmúli er fundarsalur á neðri hæð á Hótel Valaskjálf. Hann rúmar tæplega 50 manns í sæti og er fullbúinn fundarsalur með flettitöflu, hljóðbúnaði og skjávarpa.
Valaskjálf kallast stærri salurinn og getur hann tekið allt að 400 manns í sæti. Hann er einnig fullbúinn með hljóðkerfi, skjávarp og hægt er að streyma ráðstefnum. Veitingastaðurinn Glóð er opinn alla daga og sér einnig um veisluþjónustu í húsinu sem og utan húss.
Yfirkokkur er Guðni Jón Árnason.
Ölstofan Lounge býður þreyttum ferðalöngum og öðrum hressari gestum á Happy Hour daglega og girnilega barrétti. Feiti Fíllinn sér síðan um næturskemmtunina og stendur einnig fyrir ýmsum menningarlegum uppákomum.
Myndir: facebook / Glóð og valaskjalf.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni9 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð