Uncategorized
Þemadagar í Vínbúðunum
Þemadagar í Vínbúðum hafa verið haldnir í 2-3 ár og geta verið um einstök lönd eða árstíðarbundnir eins og „sumardagar“ eða „hátíðardagar“. Þeir eiga að vera til haga fyrir neytendur sem fá hverju sinni vín á tilboðsverði frá þessu tilteknu vínsvæði þegar það á við. Það hefur greinilega virkað því aukning í sölu þeirra er staðreynd – en raddir eru farnar að heyrast að þessi menningarþáttur er á undanhaldi og það eina sem skiptir máli í dag er að vínið sé ódýrara – hvaðan sem það kemur.
Vínbirgjarnir bera allan kostnað af þessum verðlækkunum og ÁTVR gefur út bækling um vínin á tilboðsverði og hefur umfjöllun í Vínblaðinu um þemadagana. Er þá ekki hagkvæmast fyrir birgjana að hafa XXX Chardonnay sem „sumarvín“, „hátíðarvín“ og amerískt eða ítalskt eftir því sem við á? Velja vínin sem gefa mest af sér í álagningu því hún er ekki það mikil að menn geti leyft sér að lækka dýrari vínum? Metnaður eða flatneskja? Síðasta dæmi um amerísku dagana segir sína sögu: Sérlisti varð sérstaklega saminn til að hafa metnaðarfull vín (eða sjalgæfari …) á boðstólnum og hann gerður áberandi í bæklingnum Vínbúðanna. Hvað gerist? Stökkva menn á þessi frábæru vín sem kosta sitt en eru oft illfáanleg?
Hlustum á það sem Ber ehf. sem flytur mörg þeirra inn, hefur að segja:
-
„Amerísku dagarnir virðast ætla að verða algert fíaskó fyrir okkur. Ber ehf. er með u.þ.b. helming sérlistavína í bæklingi Vínbúðanna, þar af 10 af 11 dýrustu, þ.a. varla er hægt að kvarta undan metnaðarleysi. Framleiðendur sem við sóttumst eftir sérstaklega vegna þemadaganna eru annars vegar Truchard Vineyards í Carneros, sem er mjög góður og Pinot Noir-inn þeirra talinn einn sá bezti í Ameríku. Hinn er Stag’s Leap sem er heimsfrægur einkum fyrir sigur í Parísarsmökkun 1976 og endurtekningu núna, annað sæti upphaflegu vínanna og fyrsta sæti Lundúnamegin í þeim ungu. Ekkert hefur selzt af sumum tegundum en örfáar flöskur af öðrum. Aðeins ein flaska hefur selzt af Finca Altamira, hugsanlega magnaðasta víni Suður-Ameríku! Þetta lítur því ekki vel út.“
Þar sem vínsalan fer fram hjá einum og sama aðila, er nokkuð auðvelt, jafnvel óviljandi, að stýra neyslu vína með þessu móti. Eiga þemadagar ekki að vera metnaðarfullir og þá með virkri þáttöku ÁTVR? Á ekki að bjóða neytendum uppá alvöru menningarlegar upplýsingar aðrar en eina síðu eða tvær í Vínblaðinu, sérmiða á vínunum og auglýsingar?
Starfsmenn Vínbúðanna fá mikla upplýsingaflæði innanhús og það er gott og vel. En það væri forvitnilegt að vita hvað neytandinn spyr þegar hann kemur í Vínbúð á þemadögum: „er til á þessum dögum vín sem sker sig úr frá Argentínu (Ítalíu, Ástralíu,…) og er á kynningaverði“ eða „hvað er besta vínið á útsölu?“
Útsala eða vínmenning?? Á kostnað hvers?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla