Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

THE ROOF opnar formlega – Myndir

Birting:

þann

THE ROOF opnar formlega - The Reykjavík Edition

THE ROOF, staðsett á 7. hæð á lúxushótelinu The Reykjavík Edition við Hörpu, opnaði formlega nú á dögunum og býður upp á víðáttumikið fjalla- og sjávarútsýni og útsýni yfir Reykjavíkurborg.

Á ROOF má finna Private Dining Room sem hægt er að loka af með glerhurð fyrir alls kyns einkaviðburði. THE ROOF er glæsilegur staður til að njóta endalausra bjartra sumarkvölda sem og töfrandi norðurljósa á kaldari mánuðum. Fyrir utan barinn má finna stóra útiverönd með útsýni til allra átta og sætum fyrir sólríka sumardaga.

THE ROOF opnar formlega - The Reykjavík Edition

THE ROOF opnar formlega - The Reykjavík Edition

Inni ráða alsvartar innréttingar með þægilegum sófum og sætum sem blandast inn í umhverfið til þess að gefa fókus á útsýnið fyrir utan.

Það er Rosa Tiago sem er ROOF Chef.

Matseðillinn einblínir á gæði, sjálfbæra uppsprettu og einstakt bragð, úrvalið er tilvalið til að njóta í góðri stemningu með glæsilegu útsýni.

THE ROOF opnar formlega - The Reykjavík Edition

Fleiri The Reykjavík Edition fréttir hér.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið