Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

The Herring House á Sigló hlýtur hin virtu bresku THA evrópuverðlaun – Dagur og Helga „Gestir eru alveg himinlifandi yfir þessu, að setjast niður inn í stofu rekstraraðila og fá sér morgunmat“ – Myndir

Birting:

þann

Síldarhúsið á Siglufirði - Herring House

Tvö tveggja manna gestahús eru á lóðinni við gistiheimilið

THA (Travel & Hospitality Awards) hefur veitt The Herring House (Síldarhúsinu) á Siglufirði hin virtu THA evrópuverðlaun 2024.

„Þessi viðurkenning er dæmi um framúrskarandi og persónulega þjónustu Síldarhússins í ferða- og gistigeiranum.“

Segir í lýsingu dómnefndar.

Síldarhúsið á Siglufirði - Herring House

Dómnefnd sem samanstendur af ferðarithöfundum, bloggurum, sérfræðingum í ferðaiðnaði, fjölmiðlamönnum ofl. velur hótel og gistiheimili víðsvegar um heiminn á grundvelli ítarlegrar greiningar á umsögnum frá ýmsum óháðum aðilum.  Hópur sérfræðinga fer vandlega yfir allt innsent efni sem berst til höfuðstöðva THA.

The Herring House er með 9.6 í einkunn á booking.com og fullt hús stiga á TripAdvisor.

Öll hótel og gistiheimili á listanum eiga það sameiginlegt að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu.

Yfirgripsmikill listi yfir sigurvegara verður sýndur í árlegri verðlaunaútgáfu sem áætlað er að birtist á vef THA í nóvember næstkomandi.

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar upplýsingar um THA (Travel & Hospitality Awards) á vefslóðinni www.thawards.com.

Um The Herring House á Sigló

The Herring House á Siglufirði er yndislegt gistiheimili á Siglufirði, vinalegum bæ sem tekur vel á móti ferðamönnum og gestum á flakki um Norðurland.

Gistiheimilið er einstaklega vel staðsett; í stórum friðsælum garði bak við kirkjuna, með útsýni yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin í kring og aðeins fárra mínútna göngufjarlægð frá Ráðhústorginu, hjarta bæjarins. Stutt er í alla þjónustu, svo sem verslun, kaffihús, veitingastaði og söfn.

Fjöllin í kringum Siglufjörð eru engu lík. Þau bjóða uppá mikla möguleika til útiveru; fjallgöngur á sumrin og skíðaiðkun á veturna, hvort sem er göngu-, svig- eða fjallaskíði, sem oft er hægt að stunda fram í júní.

Síldarhúsið á Siglufirði - Herring House

Helga H. Þórarinsdóttir og Dagur Jónasson

Eigendur The Herring House eru Dagur Jónasson og Helga H. Þórarinsdóttir.

The Herring House býður uppá fjögur glæsileg vel búin herbergi með uppábúnum rúmum og tvö gestahús sem staðsett eru á lóðinni.

Herbergin eru með sameiginlegum vel útbúnum eldhúskrók og rúmgóðu baðherbergi á neðri hæð hússins og á efri hæðinni búa þau Dagur og Helga.

Boðið er upp á morgunmat en þar hafa Dagur og Helga útbúið sér borðstofuborð sem er stækkanlegt og er innangengt á efri hæðina þar sem gestir ganga í gegnum eldhúsið og þar inn í stofuna þar sem morgunverðarhlaðborðið bíður eftir gestunum.

„Gestir eru alveg himinlifandi yfir þessu, að setjast niður inn í stofu rekstraraðila og fá sér morgunmat.  Við fáum okkur oft sæti með gestunum og spjöllum um allt á milli himins og jarðar, hvað hægt að gera í nágrenni við Siglufjörð og margt fleira,“

sögðu Dagur og Helga í samtali við veitingageirinn.is.

Gestahúsin, sem eru tveggja manna, eru með verönd, sér baðherbergi og litlu en fullbúnu eldhúsi.

Á lóðinni er einnig að finna útisturtu, baðhús og heitan pott inn á milli trjánna.

Síldarhúsið á Siglufirði - Herring House

Fátt er betra eftir góðan dag í fersku íslensku fjallalofti, en að skola af sér í útisturtu og slaka síðan á í heitum potti.

Síldarhúsið á Siglufirði - Herring House

Tröllkarlinn Stígur.
Í fjallinu sunnar Hvanneyrarskálar rísa Gimbraklettar tveir. Úr ytri klettinum verður alloft grjóthrun á vorin en á vetrum myndast snjóhengja af kolli syðri klettsins.
Hvort tveggja hafði seiðandi aðdráttarafl á krakkana á Brekkunni í Reitnum og á Eyrinni.
Stígur karlinn var skapstyggur en óáreitinn væri hann látinn í friði og óþægir krakkar kæmu ekki of nálægt vistarverum hans.
Í morgun sól á vorin sást stundum rauð hurð standa opin í reisulegum syðri klettinum.
Stígur er nú aftur genginn í tjágarð þennan!!
Það var Páll Helgason sem skrifaði þessa lýsingu af listaverkinu og listamaður verksins er Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir.

Heimasíða: www.theherringhouse.com

Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið