Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

The Brothers Brewery opnar ölstofu í Eyjum

Birting:

þann

Ölstofan The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum

Í byrjun árs 2016 fékk The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum framleiðsluleyfi á áfengi og hafist var handa við framleiðslu í veislueldhúsi Einsa Kalda í Höllinni. Upphaflega átti framleiðslan eingöngu að vera til sölu á veitingastaðnum Einsi Kaldi en fljótt breytust þau plön þegar eftirspurnin eftir vöru þeirra jókst en framleiðslugetan var eingöngu 150 lítrar við hverja bruggun.

Markmiðið eru 30.000 lítrar á árinu 2017

Í dag er The Brothers Brewery komið í eigið húsnæði í miðbæ Vestmannaeyja þar sem nýjum 500 lítra brugggræjum var komið fyrir ásamt því að þeir opnuðu ölstofu.

„Við ákváðum eftir síðasta sumar að stækka við okkur og keyptum við frá Kína 500 lítra brugggræjur ásamt því átöppunarvél og gerjunarbúnaði. Í dag getum við því framleitt töluvert meira en við gerðum á síðasta ári. Markmið okkar á þessu ári er að brugga í kringum 30.000 lítra af bjór. Hingað til höfum við verið að selja okkar vöru á Einsa Kalda og á nokkrum veitingastöðum og börum á höfuðborgarsvæðinu“

, segir Kjartan Vídó sölu- og markaðsstjóri The Brothers Brewery í samtali við veitingageirinn.is.

Ölstofan The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum

Ölstofa The Brothers Brewery

Samhliða stækkun á brugggræjunum þá ákváðu strákarnir að opna ölstofu á besta stað í miðbæ Vestmannaeyja. Staðurinn er með leyfi fyrir 70 gesti og viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum að þeirra sögn.

„Okkur fannst vanta stað í eyjum þar sem fólk gat sest niður í rólegt umhverfi og fengið sér nokkra öl og spjallað saman. Viðtökurnar hafa verið frábærar og ekki að hægt að sjá annað en að eyjamenn taki ölstofunni fagnandi. Við bjóðum upp á 10 tegundir á dælu og þar af eru sex bjórar frá okkur. Í heildina erum við með yfir þrjátíu bjóra í boði ásamt rauðu og hvítu og sterku.“

Segir Kjartan Vídó.

Ölstofan The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum

Ölvun ógildir miðann

Ölstofan er staðsett í Baldurshaga við Bárustíg í Vestmannaeyjum og fyrst um sinn er opið á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum en opnunartími lengist þegar nær dregur sumri. Opið er til 23:00 á fimmtudögum en til 01:00 á föstudögum og laugardögum.

Auglýsingapláss

„Við strákarnir í The Brothers Brewery stöndum vaktina sjálfir á barnum og gestum okkar finnst gaman að setjast niður og spjalla við okkur um hina ýmsu bjór stíla. Pælingar varðandi liti, biturleika, brögð og fleira og gestum finnst gaman að prufa bjóra sem þeir hafa ekki smakkað áður.
Markmiðið okkar var að hafa létta stemningu á staðnum og það hefur tekist. Ölvun ógildir miðann segjum við og hafa gestir okkar virkt það. Þó svo að við seljum áfengi þá viljum við ekki hávaða eða mikla ölvun. Gestir okkar hafa verið til fyrirmyndar hvað það varðar og það finnst okkur frábært“

, sagði Kjartan Vídó að lokum.

 

Myndir: facebook / The Brothers Brewery

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið