Frétt
THC í hampolíu
THC er meginvímugjafi í marijúana.
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Muna hampolíu sem Icepharma flytur inn vegna þess að það greindist THC (tetrahydrocannabinol) yfir leyfilegum hámarksgildum.
THC er meginvímugjafi í marijúana.
Matvæli sem innihalda THC yfir hámarksgildum geta verið heilsuspillandi. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit í Reykjavík innkallað vöruna af markaði.
Matvælastofnun fékk fyrst upplýsingar um innkölluna í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarna framleiðslulotu:
- Vörumerki: Muna
- Vöruheiti: Hampolía
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 30.01.2023
- Strikamerki: 5694230036981
- Lotunúmer: Q581
- Nettómagn: 250 ml
- Framleiðandi: IFTEA s.r.l.
- Framleiðsluland: Ítalía
- Innflytjandi: Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
- Dreifing: Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Kjörbúðin, Iceland, Melabúðin, Heimkaup, Brauðhúsið, H verslun, Hjá Jóhönnu og Lyfjaver.
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






