Frétt
THC í hampolíu
THC er meginvímugjafi í marijúana.
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Muna hampolíu sem Icepharma flytur inn vegna þess að það greindist THC (tetrahydrocannabinol) yfir leyfilegum hámarksgildum.
THC er meginvímugjafi í marijúana.
Matvæli sem innihalda THC yfir hámarksgildum geta verið heilsuspillandi. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit í Reykjavík innkallað vöruna af markaði.
Matvælastofnun fékk fyrst upplýsingar um innkölluna í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarna framleiðslulotu:
- Vörumerki: Muna
- Vöruheiti: Hampolía
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 30.01.2023
- Strikamerki: 5694230036981
- Lotunúmer: Q581
- Nettómagn: 250 ml
- Framleiðandi: IFTEA s.r.l.
- Framleiðsluland: Ítalía
- Innflytjandi: Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
- Dreifing: Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Kjörbúðin, Iceland, Melabúðin, Heimkaup, Brauðhúsið, H verslun, Hjá Jóhönnu og Lyfjaver.
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt3 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….