Bocuse d´Or
Þakkarorð frá Viktori: „Markmiðið var alltaf skýrt, topp 5 og 3 í Bocuse d´Or“
„Ævintýrið er loksins búið. Eða er það kannski hálfnað..“
, en svona byrjar þakkarræðan hjá Viktori Erni Andréssyni sem lenti í 3. sæti í Bocuse d´Or keppninni sem haldin var í Lyon í Frakklandi dagana 24.-25. janúar s.l.
Látum Viktor fá orðið:
„Ævintýrið er loksins búið. Eða er það kannski hálfnað.
Síðasta ár er búið að vera alveg magnað og þá sérstaklega síðustu dagar. Núna er maður komin heim og er með tærnar beint upp í loft upp í sófa, núna er maður að ná áttum og fatta hvað þetta er magnaður árangur hjá okkur. Bronze á Bocuse d´or. Frábært!
Markmiðið var alltaf skýrt, í janúar 2016 voru markmiðin skrifuð niður á blað.
Topp 5 í Bocuse d´or Europe í Búdapest
Topp 3 í Bocuse d´or Lyon
og það stóðst.
Enn og aftur sannast það að ef viljinn er fyrir hendi og menn eru tilbúnir að fara „all inn“ eins og við segjum, þá er allt hægt.
Nokkrum sinnum á þessari leið heyrði ég setningar á þann veg að þetta væri ekki hægt, Ísland lendir aldrei á palli, af hverju að vera eyða tíma í einhvað sem er ekki hægt, nóg að vera Norðurlandameistari og fl.
Við það fólk segi ég bara takk kærlega fyrir, því það var eins og olía á eldinn og hvatti mig mun meira og gerði mig bara einbeitari í að stefna að settum markmiðum.“
Hægt er að lesa alla þakkarræðuna með því að smella hér.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“10″ ]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný