Vertu memm

KM

Þakkarbréf til birgja vegna keppninnar um matreiðslumann ársins 2008

Birting:

þann

Til þess að halda svona keppni þarf margar hendur og í mörg horn er að líta.  Velja þarf keppnisstað, dómara, starfsmenn, hráefni og sjá til þess að viðburðurinn sé stéttinni til framdráttar.

Þetta var fyrsta keppnin sem haldin er að hausti til hér sunnan megin og var meginástæða við flutning á keppninni sá, að á haustin er uppskera sumarsins að koma í hús og möguleiki á ferskri íslenskri vöru miklu meiri heldur um miðjan vetur.

Það gekk vel að fá aðila til að styrkja keppnina á einn eða annan hátt, eins og sést á listanum hér að neðan.

Viljum við í nefndinni um matreiðslumann ársins þakka þeim aðilum sem á listanum eru fyrir þeirra framlag og vonandi eigum við gott samstarf í framtíðinni, einnig óskum við þess að félagar okkar reyni að beina viðskiptum sínum til þessara aðila þar sem hægt er að koma því við.

Einnig viljum við þakka dómurum fyrir óeigingjarnt starf sem og þeim sem störfuðu við keppnina.

Skal bent á það að karfan er komin á netið (Pdf-skjal)

Nefndin um matreiðslumann ársins 2008.

Þeir sem styrktu keppnina um Matreiðslumann ársins 2008:
Ytri Fagridalur , Skarðsveit ,  Halla Steinólfsdóttir, Hvannalamb
Vallarnes , Fljótsdalshérað , Eymundur Magnússom, Grænmeti
Þorvaldseyri , Eyjafjöllum  Ólafur Eggertsson, Heilhveiti
Klausturbleikja, Kirkjubæjarklaustur Birgir Þórirson, Bleikja
Hótel Geysir Haukadal ,Bjarki Hilmarsson, Hverabrauð
Eyrarfiskur Stokkseyri, Jón Haraldsson, Harðfiskur
Skógrækt ríkisins Haukadal,Einar Óskarsson Birkisíróp
Engi Bláskógabyggð, Ingólfur Guðnason Kryddjurtir
Langamýri Skeiðum, Kjartan Ágústsson  Rabbabari
K & G , Sandgerði,Kjartan Páll Guðmundsson ,Rauðspretta
Garri Reykjavík Magnús Magnússon Þurrvörur
MS Reykjavík , Aðalsteinn H Magnússon, Mjólkurvörur
Kjötvinnslan Esja Reykjavík ,Karl Ómar Jónsson, Hrefna
Bananar Reykjavík,  Bárður Níelsson,Grænmeti
Sælkeradreifing Reykjavík, Gullaugur Örn Valsson Súkkulaði
Hótel og Matvælaskólinn Kópavogi, Margrét Friðriksdóttir aðstaða
Bako Ísberg Magnús Héðinsson áhöld
Freisting.is  Smári Sæbjörnsson fréttamiðlun

Þeir sem gáfu vinninga:
Gestgjafinn Reykjavík Sólveig Baldursdóttir áskrift
Við Pollinn Ísafirði ,  Halldór Karl Valsson veitingar
Fisherman Suðureyri, Elías Guðmundsson Gisting sjóstöng
Le Manor aux quait Sasons Oxford Reymond Blanc námskeið
Texture  London Agnar Sverrisson  námskeið,

/Sverrir

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið