Bocuse d´Or
Það styttist í herlegheitin – Sigurður Laufdal keppir 27. sept. í Bocuse d´Or – Sjáðu kynningarmyndbandið hér
Úrslitakeppni Bocuse d´Or 2021 verður haldin 26. og 27. september næstkomandi í Lyon í Frakklandi.
Það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem keppir fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmaður Sigurðar er Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari er Þráinn Freyr Vigfússon.
Þeim til aðstoðar eru Úlfar Úlfarsson og Micaela Ajanti. Til gamans má geta að faðir Gabríels er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður og faðir Úlfars er Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari.
Undankeppni Bocuse d´Or var haldin í Tallinn Eistlandi 15. og 16. október 2020, en þar kepptu alls 18 lið og einungis 10 lönd sem komust áfram.
Sigurður tryggði Íslandi sæti í úrslitakeppni Bocuse d´Or og lenti í 4. sæti, en úrslitakeppnin verður haldin eins og áður segir í Lyon í Frakklandi.
23. lönd keppa til úrslita í Lyon 26. og 27. september 2021 og Sigurður Laufdal keppir 27. september og er í fimmta eldhúsi í keppninni.
Hér er röð keppenda og tímasetningar:
Bocuse d’Or er allra virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum og verið haldin síðan 1987 og komast færri þjóðir að enn vilja. 24 þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa sigrað forkeppni úr sinni heimsálfu og fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu.
Íslendingar hafa verið með frá 1999 og er árangur þeirra vægast sagt glæsilegur og sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi 6 bestu þjóða í heiminum í matreiðslu.
1999 fór Sturla Birgisson sem frumkvöðull fyrir Íslands hönd og náði þar fimmta sætinu sem er glæsilegur árangur í fyrstu keppni sem Íslendingar eru með og ruddi þar veginn fyrir næstu keppendur með reynslu og þekkingu á Bocuse d’Or. Sturla er dómari fyrir hönd Íslands í keppninni.
Kynningarmyndband
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?







