Bocuse d´Or
Það styttist í herlegheitin – Bjarni keppir í Bocuse d´Or eftir 17 daga

Keppendur sem keppt hafa fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or í gegnum árin.
F.v. Friðgeir Ingi Eiríksson, Sturla Birgisson, Hákon Már Örvarsson, Viktor Örn Andrésson, Þráinn Freyr Vigfússon, Bjarni Siguróli Jakobsson og Sigurður Helgason.
Bocuse d´Or keppnin í Lyon í Frakklandi fer fram dagana 29. og 30. janúar 2019, en þar mun Bjarni Siguróli keppa fyrir Íslands hönd. Bjarni keppir 29. janúar 2019 og byrjar að keppa klukkan 08:00 á íslenskum tíma.
Mikill fjöldi af stuðningsmönnum fer til Lyon að styðja Bjarna. Nú er Bjarni á síðustu æfingunum sínum fyrir Lyon og er mikil eftirvænting að sjá hvað Ísland gerir í ár.
Stuðningsfólk, ATH, smellið hér til að fá aðgang að sýningunni og kóðinn er: SCLBC9
Það hráefni sem að keppendur þurfa að nota er:
– Grænmetis “chartreus” fyllt með 4 tegundum af stúfuðum skelfisk; ostru, kúfskel, hörpuskel og bláskel. Tertan þarf að vera 50% grænmeti að lágmarki.
Þetta verkefni er til heiðurs Joel Robuchon sem var frægur fyrir að gera nútímlegar útgáfur af klassískum réttum og það er einmitt það sem stjórnendur keppninnar biðja keppendur um að útfæra.
– Kálfahryggur sem þarf að vera ofnbakaður, heill (roasted whole in one piece) og borinn fram á beininu, stöffaður með kálfainnyflum s.s. brisi, lifur, nýru, görnum, löppum.
Þessi réttur er dæmigerður Paul Bocuse réttur og því til heiðurs honum, en hann lést 20. janúar 2018 þá 91. árs að aldri.
Með fylgir kynningarmyndband fyrir Bocuse d’Or 2019
?? D-20! Let the show begin! ??? J-20 ! Que le spectacle commence ! ?Academia Nacional Bocuse d'Or Argentina Bocuse d'Or AustraliaBocuse d'Or BelgiumBocuse d'Or CanadaAchiga ChileBocuse d'Or DanmarkBocuse d'Or FinlandBocuse d'Or FinlandTeam France Bocuse d'OrMagyar Bocuse d'Or AkadémiaBocuse d'Or Team IcelandAccademia Bocuse d'Or ItaliaBocuse d'Or MarocBocuse d'Or NorgeBocuse d'Or Singapore Academy Singapore Junior Chefs Club 新加坡青年厨师会 Bocuse d'Or South KoreaGastronomi SverigeBocuse d'Or SuisseTeam Bocuse d'Or Tunisie Bocuse d'Or Team UK The ment'or BKB FoundationAssociation Tunisienne des Professionnels de l'Art Culinaire
Posted by Bocuse d'Or on Tuesday, 8 January 2019
Mynd frá Bocuse d´or veislunni: Sigurjón Ragnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





