Bocuse d´Or
Það styttist í herlegheitin – Bjarni keppir í Bocuse d´Or eftir 17 daga

Keppendur sem keppt hafa fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or í gegnum árin.
F.v. Friðgeir Ingi Eiríksson, Sturla Birgisson, Hákon Már Örvarsson, Viktor Örn Andrésson, Þráinn Freyr Vigfússon, Bjarni Siguróli Jakobsson og Sigurður Helgason.
Bocuse d´Or keppnin í Lyon í Frakklandi fer fram dagana 29. og 30. janúar 2019, en þar mun Bjarni Siguróli keppa fyrir Íslands hönd. Bjarni keppir 29. janúar 2019 og byrjar að keppa klukkan 08:00 á íslenskum tíma.
Mikill fjöldi af stuðningsmönnum fer til Lyon að styðja Bjarna. Nú er Bjarni á síðustu æfingunum sínum fyrir Lyon og er mikil eftirvænting að sjá hvað Ísland gerir í ár.
Stuðningsfólk, ATH, smellið hér til að fá aðgang að sýningunni og kóðinn er: SCLBC9
Það hráefni sem að keppendur þurfa að nota er:
– Grænmetis “chartreus” fyllt með 4 tegundum af stúfuðum skelfisk; ostru, kúfskel, hörpuskel og bláskel. Tertan þarf að vera 50% grænmeti að lágmarki.
Þetta verkefni er til heiðurs Joel Robuchon sem var frægur fyrir að gera nútímlegar útgáfur af klassískum réttum og það er einmitt það sem stjórnendur keppninnar biðja keppendur um að útfæra.
– Kálfahryggur sem þarf að vera ofnbakaður, heill (roasted whole in one piece) og borinn fram á beininu, stöffaður með kálfainnyflum s.s. brisi, lifur, nýru, görnum, löppum.
Þessi réttur er dæmigerður Paul Bocuse réttur og því til heiðurs honum, en hann lést 20. janúar 2018 þá 91. árs að aldri.
Með fylgir kynningarmyndband fyrir Bocuse d’Or 2019
Mynd frá Bocuse d´or veislunni: Sigurjón Ragnar

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn