Viðtöl, örfréttir & frumraun
„Það er ævintýraför að skella sér á Hnoss í Hörpu…“
„Það er ævintýraför að skella sér á Hnoss í Hörpu í svokallaðan bröns, eða dögurð eða hvað við eigum að kalla léttan hádegisverð með fjölbreyttum réttum. Staðurinn er mjög hlýlegur, þar er bjart og góð hljóðvist, þjónusta góð og notaleg og eldamennskan fyrsta flokks.“
Svona hefst skemmtileg umfjöllun á vefnum alberteldar.is um veitingastaðinn Hnoss í Hörpunni, en þar segir meðal annars:
Við hittum Fanneyju Dóru landsliðskokk, sem hleypti Hnossi af stokkunum ásamt Stefáni Viðarssyni. Þau eru með þeim hressari í bransanum og ákváðu strax að gera staðinn hlýlegan, opna inn í eldhús og hafa langan setubar.
Útkoman er frábær, en þau fást við ýmislegt fleira. Nýlega fóru þau í kampavínssmökkun í Frakklandi, þar sem þau merktu við hvað þeim fannst gott við hvert vín. Út frá því er verið að framleiða sérstakt kampavín fyrir Hnoss.
En eins og Fanney Dóra orðar það, þá er lífið of stutt fyrir lélegar bubblur.
„Maður gæti orðið fyrir strætó í dag þannig að það er eins gott að vera búinn að fá góðar bubblur. Það þurfa að vera góðar bubblur og góður klósettpappír. Þá er lífið bara fínt.“
Segir Fanney í samtali við Albert Eiríksson sem heldur úti síðunni, en nánari umfjöllun er hægt að lesa með því að smella hér.
Mynd: alberteldar.is

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun