Vertu memm

Frétt

Telja fyrirtækin komast í gegnum ástandið – 89% veitingastaða ætla að vera með opið í ár

Birting:

þann

Hvammstangi - Hauganes

Hvammstangi – Hauganes

Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi telja að þau muni komast í gegnum það ástand sem Covid-19 veirufaraldurinn hefur skapað og ætla að vera með opið hjá sér í sumar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Markaðsstofa Norðurlands gerði í byrjun maí. Meirihluti þeirra er að nýta úrræði ríkisstjórnarinnar, þar af eru flest þeirra að nýta hlutabótaleiðina.

Alls sögðu tæplega 39% að mjög líklega myndi fyrirtækið þeirra lifa Covid-19 ástandið af og tæp 38% segja það frekar líklegt. Þá var spurt um hvort fyrirtæki yrðu með opið hjá sér í sumar og ánægjulegt er að 91% þeirra sem svöruðu þessari spurningu svöruðu henni játandi. Þar af voru 60% sem verða með opið hjá sér allt árið og opnunin því ekki aðeins bundin við háönnina á komandi mánuðum.

Þegar spurt hvar um hvort fólk væri sammála þeirri fullyrðingu að íslenskir ferðamenn væru mikilvægir fyrir þeirra fyrirtæki, kom í ljós að meirihlutinn telur svo vera. Alls sögðu tæp 36% að þau væru mjög sammála þessari fullyrðingu og tæp 23% að þau væru frekar sammála.

89% veitingastaða ætla að vera með opið í ár

Af þeim sem voru með veitingarekstur voru 63% þeirra að nýta úrræði stjórnvalda. Þau úrræði voru eftirfarandi:

  • 94% að nota hlutabótaleið
  • 6% ætla að nota brúarlán
  • 11% ætla að nota hlutabótaleið til uppsagnar
  • 6% ætla að fara í frystingu lána

Hins vegar voru 35% sem hafa ekki notað úrræði stjórnvalda.

  • 45% sögðu að úrræði stjórnvalda hentuðu ekki
  • 15% sögðust ekki þurfa þess
  • 15% sögðust bara vera með sumarstarfsemi

1% vissi ekki hvort fyrirtækið væri að nýta úrræði stjórnvalda.

89% veitingastaða ætla að vera með opið í ár. 74% þeirra sem svöruðu sögðu telja sig lifa ástandið af vegna Covid 19.

 Hér má lesa nánar um niðurstöðurnar.

Mynd: northiceland.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið