Frétt
Telja fyrirtækin komast í gegnum ástandið – 89% veitingastaða ætla að vera með opið í ár
Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi telja að þau muni komast í gegnum það ástand sem Covid-19 veirufaraldurinn hefur skapað og ætla að vera með opið hjá sér í sumar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Markaðsstofa Norðurlands gerði í byrjun maí. Meirihluti þeirra er að nýta úrræði ríkisstjórnarinnar, þar af eru flest þeirra að nýta hlutabótaleiðina.
Alls sögðu tæplega 39% að mjög líklega myndi fyrirtækið þeirra lifa Covid-19 ástandið af og tæp 38% segja það frekar líklegt. Þá var spurt um hvort fyrirtæki yrðu með opið hjá sér í sumar og ánægjulegt er að 91% þeirra sem svöruðu þessari spurningu svöruðu henni játandi. Þar af voru 60% sem verða með opið hjá sér allt árið og opnunin því ekki aðeins bundin við háönnina á komandi mánuðum.
Þegar spurt hvar um hvort fólk væri sammála þeirri fullyrðingu að íslenskir ferðamenn væru mikilvægir fyrir þeirra fyrirtæki, kom í ljós að meirihlutinn telur svo vera. Alls sögðu tæp 36% að þau væru mjög sammála þessari fullyrðingu og tæp 23% að þau væru frekar sammála.
89% veitingastaða ætla að vera með opið í ár
Af þeim sem voru með veitingarekstur voru 63% þeirra að nýta úrræði stjórnvalda. Þau úrræði voru eftirfarandi:
- 94% að nota hlutabótaleið
- 6% ætla að nota brúarlán
- 11% ætla að nota hlutabótaleið til uppsagnar
- 6% ætla að fara í frystingu lána
Hins vegar voru 35% sem hafa ekki notað úrræði stjórnvalda.
- 45% sögðu að úrræði stjórnvalda hentuðu ekki
- 15% sögðust ekki þurfa þess
- 15% sögðust bara vera með sumarstarfsemi
1% vissi ekki hvort fyrirtækið væri að nýta úrræði stjórnvalda.
89% veitingastaða ætla að vera með opið í ár. 74% þeirra sem svöruðu sögðu telja sig lifa ástandið af vegna Covid 19.
Hér má lesa nánar um niðurstöðurnar.
Mynd: northiceland.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi