Markaðurinn
Teeling viskí komið í sölu á Íslandi
Karl K Karlsson hefur hafið sölu á Teeling, írsku viskíi beint frá Dublin. Teeling er á góðri leið með að verða eitt vinsælasta írska viskíið á markaðnum í dag eftir að hafa hlotið fjölda verðlauna í alþjóðlegum keppnum síðustu misseri.
Formlegt opnunarhóf verður haldið á Ölstofu Kormáks og Skjaldar laugardaginn 26. nóvember frá kl. 18:00 til 20:00, auk þess sem boðið verður upp á smakk og spjall í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar Kjörgarði frá 16:30 til 18:30 í dag, föstudaginn 25. nóvember, og aftur í Herrafataverzlun Kormáks Og Skjaldar Skólavörðustíg laugardaginn 26. nóvember frá kl. 15:30 til 17:00. Er þetta liður í 20 ára afmæli Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar, en sá stíll og hugmyndafræði sem kynntur er þar rímar sérlega vel við þau gildi sem Teeling viskí stendur fyrir.
Við hvetjum alla til að kíkja við, dreypa á og fræðast um þetta einstaka viskí.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






