Markaðurinn
Teeling viskí komið í sölu á Íslandi
Karl K Karlsson hefur hafið sölu á Teeling, írsku viskíi beint frá Dublin. Teeling er á góðri leið með að verða eitt vinsælasta írska viskíið á markaðnum í dag eftir að hafa hlotið fjölda verðlauna í alþjóðlegum keppnum síðustu misseri.
Formlegt opnunarhóf verður haldið á Ölstofu Kormáks og Skjaldar laugardaginn 26. nóvember frá kl. 18:00 til 20:00, auk þess sem boðið verður upp á smakk og spjall í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar Kjörgarði frá 16:30 til 18:30 í dag, föstudaginn 25. nóvember, og aftur í Herrafataverzlun Kormáks Og Skjaldar Skólavörðustíg laugardaginn 26. nóvember frá kl. 15:30 til 17:00. Er þetta liður í 20 ára afmæli Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar, en sá stíll og hugmyndafræði sem kynntur er þar rímar sérlega vel við þau gildi sem Teeling viskí stendur fyrir.
Við hvetjum alla til að kíkja við, dreypa á og fræðast um þetta einstaka viskí.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt21 klukkustund síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!