Vertu memm

Frétt

Te & kaffi og Innnes í samstarf á kaffimarkaðnum

Birting:

þann

Kaffibaunir

Te & Kaffi og Innnes hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér að þjónusta á kaffi- og vélbúnaði Te & Kaffi á fyrirtækja- og veitingamarkaði verður í höndum Innness. Hið sama gildir um meirihluta smásölumarkaðarins.

Innnes verður dreifingaraðili á kaffivörum Te & Kaffi og jafnframt sjá um uppsetningu, þjónustu og viðhald á kaffivélum fyrirtækisins. Samstarfið mun hafa í för með sér tíðari og betri þjónustu fyrir viðskiptavini Te & Kaffi enda starfar hjá Innnes öflugur hópur starfsmanna sem leggur höfuðáherslu á lipra og góða þjónustu og persónuleg samskipti við viðskiptavini.

Þetta gefur okkur betra rými til að sinna okkar kjarnastarfsemi sem er framleiðsla á gæðakaffi og rekstur kaffihúsa. Innnes er rótgróið fyrirtæki og þekkt fyrir frábæra þjónustu. Við erum fullviss um að okkar viðskiptavinir muni upplifa þessar breytingar á jákvæðan hátt segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi.

Við erum stolt að Te & Kaffi hafi valið okkur sem samstarfsaðila.  Landsmenn þekkja Te & Kaffi af því frábæra kaffi sem fyrirtækið framleiðir enda markaðsleiðandi á íslenskum matvörumarkaði.  Við bindum miklar vonir við vörumerkið og samstarfið segir Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Innnes.

Te & Kaffi er leiðandi framleiðandi á íslenska kaffimarkaðnum og mun í framtíðinni einbeita sér að framleiðslu og vöruþróun á þeim markaði og annast rekstur kaffihúsa sinna.

Innnes ehf. er öflugt og rótgróið fyrirtæki með áralanga reynslu af kaffiþjónustu og er þekkt fyrir fyrsta flokks þjónustu við viðskiptavini sína á öllum sviðum.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið