Vertu memm

Freisting

Tapaði 200 milljónum á Íslenskum matvælum

Birting:

þann

Aðalfundur Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja var haldinn fyrir skömmu og voru lögum samkvæmt lagðir fram ársreikningar félagsins. Ný stjórn var kosin og hana skipa: Hörður Óskarsson sem er formaður, Jón Valgeirsson og Bergur Elías Ágústsson en hann situr í stjórninni fyrir hönd Byggðastofnunar. 

Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar stóð Bergur Elías upp, undir lið þar sem var verið að kynna aðalfundinn og sagði að hann hafi ekki treyst sér til þess að skrifa undir ársreikningana þar sem hann teldi þá ranga.

Sagði hann að fundurinn, sem haldinn var 31. maí, hafi afgreitt reikninga fyrir árin 2003, 2004 og 2005. Sagði hann sögu félagsins eina sorgarsögu, það hafi verið stofnað 25. maí 2001 og daginn eftir var skrifað undir samning um kaup á Íslenskum Matvælum. Var þetta eina fjárfesting félagsins og í það fóru 54,9% af hlutafé EV. Sagði hann það svolítið merkilegt þar sem slík félög hafi yfirleitt áhættudreifingu að leiðarljósi. Eignarhaldsfélag Austurlands fjárfestir í mesta lagi 15% í einu fyrirtæki og sams konar félag á Suðurlandi er með reglur um 10% hlutdeild. Sagði hann afskaplega mikilvægt að bæjarstjórn kynni sér vel sögu félagsins og hún verði víti til varnaðar.

Sagðist hann ekki geta samþykkt ársreikningana af þeirri einföldu ástæðu að hann taldi þá ranga. Ekki var samstaða í stjórn félagsins. Nú er komin ný stjórn og hlutverk hennar sé að gera eitthvað úr því litla sem eftir er.

Lúðvík Bergvinsson sagði það staðreynd að um 200 milljónir króna hafi tapast á félaginu. Sagði hann það alvarlegt mál ef ársreikningar félagsins séu ekki færðir rétt til bókar en það sé hlutverk Bergs og annarra núverandi stjórnarmanna að upplýsa um og komast til botns í hvers vegna reikningarnir eru ekki réttir. Sagðist hann treysta honum til þess.

Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði það rétt að rekstur Eignarhaldsfélagsins hafi ekki verið eins og menn hefðu kosið en sorgarsagan hafi þó byrjað fyrr en Bergur og Lúðvík sögðu. Sagan byrjar með bruna Ísfélagsins, þá hafi myndast mjög rík krafa á að bæjarstjórn léti til skara skríða í uppbyggingu. Benti hann á að á þeim tíma hafi aldrei verið nein pólitísk deila um málið.

Menn hafi verið einhuga en fjárfestingarnar hafi því miður ekki gengið. Sagði hann það sinn skilning að allir aðrir en Bergur hafi skrifað undir ársreikningana. Það væri eitthvað sem yrði að skoða nánar enda mikilvægt að ársreikningar séu rétt færðir líkt og aðrir reikningar.

Auglýsingapláss

Greint frá á sudurland.is 

[email protected]

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið