Frétt
Tap hjá Mosfellsbakaríi
Þrátt fyrir tap hjá Mosfellsbakaríi á síðasta ári var afkoman talsvert betri en ári fyrr.
Mosfellsbakarí ehf. tapaði 1,7 milljónum króna á síðasta ári. Afkoman var aftur á móti töluvert betri en ári fyrr þegar fyrirtækið tapaði 5,2 milljónum króna, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Rekstrarhagnaður Mosfellsbakarís fyrir afskriftir nam 11,3 milljónum króna. Aftur á móti námu afskriftirnar 11,5 milljónum króna og skilaði fyrirtækið því rekstrartapi sem nam tæplega 200 þúsund krónum.
Eignir félagsins námu 116 milljónum króna í lok ársins en skuldir voru 101 milljón króna. Eigið fé fyrirtækisins nam því 15 milljónum króna í árslok.
Félagið Flugnet á nær allt hlutafé í Mosfellsbakaríi eða 99%.
Greint frá á vb.is.
Mynd: mosfellsbakari.is
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






