Frétt
Tap hjá Mosfellsbakaríi
Þrátt fyrir tap hjá Mosfellsbakaríi á síðasta ári var afkoman talsvert betri en ári fyrr.
Mosfellsbakarí ehf. tapaði 1,7 milljónum króna á síðasta ári. Afkoman var aftur á móti töluvert betri en ári fyrr þegar fyrirtækið tapaði 5,2 milljónum króna, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Rekstrarhagnaður Mosfellsbakarís fyrir afskriftir nam 11,3 milljónum króna. Aftur á móti námu afskriftirnar 11,5 milljónum króna og skilaði fyrirtækið því rekstrartapi sem nam tæplega 200 þúsund krónum.
Eignir félagsins námu 116 milljónum króna í lok ársins en skuldir voru 101 milljón króna. Eigið fé fyrirtækisins nam því 15 milljónum króna í árslok.
Félagið Flugnet á nær allt hlutafé í Mosfellsbakaríi eða 99%.
Greint frá á vb.is.
Mynd: mosfellsbakari.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí