Freisting
Tandoori – nýr veitingastaður í Skeifunni
Með indverskum blæ eins og nafnið gefur til kynna. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni indverska sveiflan sem hefur verið í veitingageiranum á þessu ári, og nú á föstudaginn var opnaði einn nýr staður sem fellur undir áðurnefnda sveiflu.
Staðurinn er staðsettur í Skeifunni 11 þar sem útibú Spron var áður til húsa, bjartur og vinalegur staður og ekki spillir staðsetningin fyrir.
Staðurinn gefur sig út fyrir að vera á hollustulínunni og er ekkert um mayonnaise, mettuð fita, msg eða hvítur sykur sé að finna í réttum staðarins.
Hjarta staðarins er sérsmíðaður tandoori pottur þar sem hitinn getur farið í um 400c° og alveg nauðsynlegur við eldamennsku á indverskum og pakistönskum réttum, en uppruna sinn rekur ofninn til norður Indlands.
Verðið er sanngjarnt og má sjá matseðil staðarins á www.tandoori.is
Indverskir matreiðslumenn stjórna eldhúsinu með Samuel Kamran Gill sem yfirmatreiðslumann staðarins.
Heiðurinn að hönnun staðarins eiga þær Hildur Bjarnadóttir arkitekt og Thelma B. Friðriksdóttir innanhúshönnuður.
Eigendur Tandoori eru hjónin Kristinn Vagnsson matreiðslumeistari og Guðný Sigurðardóttir viðskiptafræðingur.
Við á Freisting.is bjóðum veitingastaðnum Tandoori velkominn í veitingaflóru Reykjavíkur með von um bjarta framtíð.
Meðfylgjandi myndir eru frá opnuninni.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni21 klukkustund síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý