Vertu memm

Freisting

Tandoori – nýr veitingastaður í Skeifunni

Birting:

þann

Með indverskum blæ eins og nafnið gefur til kynna.  Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni indverska sveiflan sem hefur verið í veitingageiranum á þessu ári, og nú á föstudaginn var opnaði einn nýr staður sem fellur undir áðurnefnda sveiflu.

Staðurinn er staðsettur í Skeifunni 11 þar sem útibú Spron var áður til húsa, bjartur og vinalegur staður og ekki spillir staðsetningin fyrir.

Staðurinn gefur sig út fyrir að vera á hollustulínunni og er ekkert um mayonnaise, mettuð fita, msg eða hvítur sykur sé að finna í réttum staðarins.

Hjarta staðarins er sérsmíðaður tandoori pottur þar sem hitinn getur farið í um 400c° og alveg nauðsynlegur við eldamennsku á indverskum og pakistönskum réttum, en uppruna sinn rekur ofninn til norður Indlands.

Verðið er sanngjarnt og má sjá matseðil staðarins á www.tandoori.is

Indverskir matreiðslumenn stjórna eldhúsinu með Samuel Kamran Gill sem yfirmatreiðslumann staðarins.

Heiðurinn að hönnun staðarins eiga þær Hildur Bjarnadóttir arkitekt og Thelma B. Friðriksdóttir innanhúshönnuður.

Eigendur Tandoori eru hjónin Kristinn Vagnsson matreiðslumeistari og Guðný Sigurðardóttir viðskiptafræðingur.

Við á Freisting.is bjóðum veitingastaðnum Tandoori velkominn í veitingaflóru Reykjavíkur með von um bjarta framtíð.

/Sverrir

Meðfylgjandi myndir eru frá opnuninni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið