Viðtöl, örfréttir & frumraun
Taka við bókunum í gegnum Michelin leiðarvísinn
Íslensk veitingahús geta nú í fyrsta sinn tekið við bókunum beint í gegnum Michelin leiðarvísinn. Tæknilegur samstarfsaðili Michelin fyrirtækisins, Mozrest, tilkynnti þetta samhliða kynningu nýrra norrænna veitingastaða sem hljóta Michelin-stjörnu eða sérstök meðmæli í nýjasta leiðarvísinum.
Mozrest tilkynnti einnig samstarf sitt við íslenska bókunarkerfið Noona, sem nýverið hóf innreið sína á borðabókunarmarkaðinn. Veitingahús sem nota Noona kerfið munu geta tekið við bókunum beint í gegnum app eða vefsíðu Michelin, sem fjölmargir mataráhugamenn nota.
Noona í samstarf við stærstu veiturnar á netinu
Samningur Noona við Mozrest tryggir, til viðbótar við Michelin, beina tengingu við borðabókanir í gegnum Google, Facebook, Instagram og Tripadvisor. Það eru því ekki aðeins þau íslensku veitingahús sem koma fyrir í leiðarvísi Michelin fyrirtækisins sem munu njóta góðs af samningnum. Samstarf Noona og Mozrest felur í sér beintengingu við alla stærstu vefina sem erlendir ferðamenn notast við þegar þeir leita að borði á íslenskum veitingahúsum.
Mörg stærstu borðabókunarkerfi Evrópu gerðust einnig aðilar að samstarfinu við Michelin-leiðarvísinn í vikunni. Þar á meðal eru easyTableBooking, Formitable, Quandoo, SevenRooms og TableOnline. Noona er því í góðum félagsskap helstu boðabókunarkerfa.
Nokkrir íslenskir staðir í leiðarvísinum í ár
Fram kom á viðburðinum, sem fram fór í Helsinki í vikunni, að sex staðir á Norðurlöndunum hafi í ár hlotið 3 Michelin-stjörnur, tveir fái 2 stjörnur, níu 1 stjörnu, fjórir sjálfbærnistjörnu og átta fái sérstök meðmæli, þar á meðal OTO á Hverfisgötu.
Þar með eru þeir veitingastaðir á Íslandi sem hlotið hafa meðmæli frá Michelin-leiðarvísinum OTO, Matur og Drykkur, Sümac, TIDES og Brút, og þá eru veitingastaðirnir ÓX, Dill og Moss með eina Michelin-stjörnu hver.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum